Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 101
101
Árið 843 eru ,.Dani“ og „Wesfaldingi“ (Danir og
Vestfyldir, Kr. Bidr. I. 62), nefndir saman í vík-
ingu, og má því líklegt þykja, að Vestfold hafi ekki
alveg losnað undan yfirráðum Danakonunga fyr en
nálægt miðbiki g. aldarinnar, en auðvitað er, að
Víkin hefir verið gengin undan þeim, þegar Har-
aldr hárfagri hófst til ríkis, enda gjörir Svíakon-
ungr þá tilkall til hennar, og virðist það vottr þess,
að Danaveldi hafi heldr farið hnignandi, frá því er
var um miðja öldina1. En á seinni hluta g. aldar
er Hörða-Knúts fyrst getið hjá Adami2 (og Guð-
röðar sonar hans i enskum ritum), þótt alt sé óglögt
um hann, og óljóst, hvaðan hann hefir komið eða
hvernig hann hefir orðið einvaldskonungr í Dan-
mörku, hafi hann annars nokkurntíma orðið það, því að
um tímabilið frá 873 til þess nálægt g35 hafa menn
1) Hárekr eldri átti orustu mikla við Gutthorm bróður-
son sinn árið 854, og féllu þeir þar báðir og allir ætt-
menn þeirra, nema einn sveinn, er Hárekr hét, og var
hann tekinn til konungs, en eigi vita menn, hve lengi
hann sat að völdum. 857 slepti hann nokkru af ríki
sínu við Hrærek konung af Fríslandi, en virðist þó
seinna hafa náð því aptr. Svo er hans ekki getið eptir
864, og 873 koma aðrir Danakonungar til sögunnar, nl.
bræðr tveir, Sigfröðr og Hálfdan, sem líklega hafa ver-
ið sömu ættar og Hrærekr, frændr Ragnfreðar (f 814)
og Haralds þess, er skírðr var árið 826. (sbr. Krit.Bidr.
I. 42—43).
2) Frá dögum þeirra Sigfröðar og Hálfdanar, sem
nefndir eru Danakonungar í árbókum 873, til daga
Gorms gamla, er dó háaldradr nálægt 936—40, telr
Adam þessa Danakonunga eptir frásögn Sveins Úlfsson-
ar : fyrst Helga, þá Ólaf »Sveonum prineeps* og sonu
hans (nafngreinir að eins Gnúp og Gyrð), síðan Sigrek
og loksins Hörða-Knút. En óvíst er, að þessir konung-
ar hafi ráðið fyrir allri Danmörk hver eptir annan, og
fult eins líklegt, að þeir hafi verið að nokkru leyti sam-
tíða, og ráðið þá hver fyrir sínum landshluta.