Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 111
111
láta kalla það Tíundaland, en Svíar bönnuðu hon-
um það, og andaðist hann síðan, örvasa af elli1.
Hér er auðsætt, að talan io stendur í sarn-
bandi við nafnið á Tíundalandi, en alt öðru máli er
að gegna um sögu Eiríks sigrsæla, og hefir fornsaga
þessi varla snert hana á nokkurn hátt. Hitt er miklu
trúlegra, að íslendingar þeir, er í Fýrisvalla-orustu
vóru eða um hana heyrðu, hafi sett á sig tímalengd-
ina frá henni til andláts Eiríks konungs, og er ekki
heldr annað að fá til að halda sér við i þessu efni,
heldr en þessa sögusögn þeirra. En Guðbrandi finst
það ekki geta staðizt, að Fýrisvalla-orusta hafi orðið
io árum á undan dauða Eiríks, sem hann segir að
hafi verið andaðr árið 994, því að þá um haustið
kom Haraldr grænski til Svíþjóðar, og heimsótti
Sigríði stórráðu, og er hún þá kölluð ekkja, enda
má ráða það af viðskiptum þeirra, að honum hafi
þá þegar leikið hugur á að fá hennar. Nú hafa
menn reyndar sögur af því, að Eiríkr konungr var
skilinn við Sigríði, áðr en hann dó, en þó er ólík-
legt, að öðrum konungum hafi komið til hugar að
biðja hennar, meðan hann var á lífi, og má þvi að
líkindum hafa það fyrir satt, að hann hafi látizt
ekki seinna en 994, og það er í engan stað ólík-
legt, að einmitt þetta ár sé andlátsár hans. En mun
það nú ekki geta vel komizt heim, að Fýrisvalla-
orusta hafi verið háð réttum 10 árum áðr, eða árið
984? Guðbrandr vill sanna af „Eyrb.“, að hún hafi
verið háð hér um bil 4 vetrum síðar, en sannanir
hans eru ónógar og ónákvæmar. Hann segir, að
f>óroddr skattkaupandi hafi fengið furíðar, systur
Snorra goða, árið 982. J>að hefir líka fráleitt verið
seinna, en ekki ólíklegt, að þau hafi gipzt ári fyr,
1) Yngl. k. 29., Hkr., bls. 23.