Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 125
125
sá, er Ólafr hét, og er hann ekki nefndr í „Lft.“
(né ,,Herv.“), en líklegast er, að hann hafi verið
sonr Bjarnar at Haugi, ogtekið ríki eptir hann, en
flúið síðar land fyrir Eiriki „Eymundar“syni, er kemr
fram sem einvaldskonungr yfir öllu Svíaveldi á dög-
um Haralds hárfagra, og þarf ekki að undrast, þótt
„Lft.“ geti eigi Olafs þessa, þar sem hann hefir lík-
lega aldrei ráðið fyrir öllu ríkinu, og ef til vill, set-
ið skamma stund að völdum. Nú getr Rimbert
ekki um fleiri Svíakonunga eptir þetta, en Adam
nefnir Olaf, sem hafi komið frá Sviþjóð og náð
undir sig ríki í Danmörku með hernaði (eptir 873)
(Adam I. 50.), og er ekkert á móti því, að það sé
Ansgars mikilli mótspyrnu af heiðingjum, sem höfðu ný-
lega tekið í goðatölu einn af konungum sínum, er þá
var andaðr og hafði heitið Eiríkr. Nú kemr þetta enn vel
heim við »Lft.», sem telr á undan Eyrnundi og Birni Eirík
konung Eefilsson, og á undan honum Eirík konung
Bjarnarson. »Herv.» segir, að Eiríkr Bjarnarson hafi
lifað litla hríð, en Eiríkr Eefilsson hafi verið mikill her-
maðr og allríkr konungr. Af »skáldatali» er líka að sjá,
að kvæði hafi verið ort urn hann, og hafi hann verið
nafnfrægr konungr. það er eigi ólíklegt, að sá Eiríkr
konungr, sem hafinn var í goðatölu, hafi einmitt verið
Eiríkr Eefdsson, þótt eigi sé hægt að fullyrða neitt um
það, því að vera kann, að fleiri Svíakonungar hafi heitið
svo, en nefndir eru í sögum vorum, og er þó nefndr þar
einn Eiríkr konungr (bróðir Alreks) löngu á undan þess-
um (Hkr. Yngl. k. 23., bls. 18.), og þar að auki tveir, sem
börðust til ríkis í Svíþjóð (Eiríkr bróðir Jörundar og
Eiríkr sonr Eagnars loðbrókar, er Saxi kallar »veðrhatt»,
Hkr. Yngl. k. 27., bls. 21. og Eagnars s. k. 9.), svo að
Svíakonungar með Eiríks-nafni eru ef til vill, heldr van-
taldir en oftaldir, þegar Eiríkr helgi (f 1160), er kallaðr
hinn 9. með því nafni. (Oðru máli er að gegna um það,
er Karl Sörkvisson er talinn hinn 7. með því nafni, því
að fyrir því er lítil átylla öunur en konungatal Jóhann-
esar Magni, hins síðasta kaþólska erkibiskups í Svíþjóð
(t 1544), sem er að miklu leyti tilbúningr hans).