Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 135
135
orms hertoga (878), er verið hafði landvarnarmaðr
Haralds í Víkinni Hkr. 63. bls. (H. hárf. 21. k.),
sbr. Fagrsk. 12. bls., og hafi þá Haraldr konungr
farið austr í Vík og til Vermalands um 880, og lagt
þessi héruð aptr undir veldi sitt, en síðan hafi ýmist
verið ófriðr eða friðr milli hans og Eiríks konungs
um næstu 10 ár, og hafi þá skáldin farið sendiför-
ina til Svíþjóðar, og Haraldr gipt Ingigerði dóttur
sína, en ófriðnum lostið aptr upp, þegar Eiríkr kon-
ungr skildi við hana, og hafi þá Haraldr farið her-
forina til Gautlands um (890), en 10 árum seinua
hafi Eiríkr látizt (um 900). Ur því að Snorri setr
þessa herför til Gautlands rétt á undan Hafrsfjarðar-
orustu, þá er það ekki nema það sem við er að bú-
ast, er hann setr andlátsár Eiríks konungs 10 vetr-
um eptir að Haraldr varð einvaldr, hafi það verið í
munnmælum, eins og hér er getið til, að Eiríkr hafi
andazt 10 árum eptir (orustuna í Stafanessvogi og)
herför Haralds til Gautlands. f>egar gætt er að
aldri þeirra niðja Eiríks konungs, sem vér vitum
nokkru glöggari deili á, þá er það og líklegast, að
hann hafi lifað fram undir 900, og þó ekki orðið
ýkja-gamall. Hafi hann verið fæddr um 830, þá
hefir verið 20 ára aldrsmunr á honum og Haraldi
hárfagra, og gat þá Áki bóndi vel kallað Harald
ungan og Eirík gamlan um 880, þótt Eiríkr væri
enn í fullum burðum. En ef vér setjum nú svo, að
hann hafi dáið um 900, og ef takandi er mark á
því, sem segir í þætti Hauks hábrókar um ríkisár
hans1 (að hann hafi verið konungr í 47 ár), þá hefði
1) það sem segir í Hauks þætti um ríkisár Svíakon-
unga þeirra, sem þar eru nefndir, kynni að vera tekið
úr gömlu konungatali, þar sem tilgreind hefðu verið nöfn
konunganna, og hversu mörg ár hver þeirra sat að ríki,