Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Page 139
139
yður að þér hafið gjört af hreinni föðurlandselsku, og
allir mega þreifa á að satt er, því hvar fyrir skylduð
þér gjöra yður í yðar stöðu marga volduga óvini ? enn
sjálfur megið þér sjá, að sitt er hvað að gjöra verkið (o:
xforelöbigt svar yðar»), ellegar aðferðin að verkinu. —
Sjálfum mér þótti líka, að yðar »forelöbige svar», »hefði
mátt mýkra íslenzkast», því með því móti gátuð þér út-
rétt allt hið sama, enn ógæfan var að þér hugðuð b.
anmeldelsen skrifaða af Th. Helgesen1, og voruð svo
óforsjáll, sem hreinlyndum og geðmiklum mönnum oft er
hætt við, að þér umtöluðuð anmelderen sem fjærverandi,
báruð þarmeð enn meir böndin að Helgesen, og hélduð
það vinarskyldu yðar að forsvara hann og hnjóða í Bafn,
sem þó var saklaus og heldur hafði gjört Islandi gott
enn illt—enn ég, hvað þór munuð lítið þakka mér, for-
svaraði þetta með eftirdæmi þeirra 142, sem hafa þann
skitnasta tón í recensiónum sínum að undanteknum þeim
júridisku og fysisku og histórisku3, að af þeim yngri væri
ei betra von, þegar kennendurnir væru slíkir (Becensíónin
yfir Sibberns Phychologie og yfir Tegnérs kvæði eru báðar
að minni meiningu hlægileg handaskömm). Fjandansanmel-
delsenyfirútlegginguBafns varaðminni meiningu stráksleg,
er höfundurinn fór aðhvekkja hannfyrirhans litteræru titla,
(hvarum skrifa mætti langan ritling í því tilliti, hvað það
verka mundi, þegar litterære honores eru hafðir að spotti,
því menn mega hræðast að útrétta nokkuð, þegar menn
fyrir það mega mæta illu af öfundsjúkum, sem ekkert
hafa útrétt), og illmannleg, er útleggingar hans voru
smánaðar í það heila, fyrir það þó feil findust í þeim,
mátti ei rétta feilin án þessa ? — og verst af öllu er, að
amelderen líklega er danskur, sem þar mest af öllum og
með ærulausri lymsku hefur brúkað íslenzka fyrir jakt-
hunda til að uppvekja þeim óvini! — Enn ein kringum-
1) = þorsteinn Helgason.
2] — Utgefendur tímaritsins : Mánedskrift for Litteratur.
5) sc. recensiónum.