Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 143
143
við og jafnvel smána Magnússen fyrir það, að hann,
lítilsigldur maður í geðsmunum, ekki vildi gjöra sér óvini
með því að leggjast á eitt með þeim danska höfundi af
anmeldelsen góðu til að smána íslands velgjörðamann,
og ekki hafði hann skuldað íslendinga fyrir vankunnáttu
í þeirra móðurmáli — né heldur að velja einn — þorgeir
Guðmund8Son ! fyrir forseta, því — hann kann góður og
ekki óduglegur maður að vera — hvað hefir hann præ-
sterað ? Mér kemur hann kannske óréttilega fyrir sem
íslenzkr Eafn — Eafn gjörir nokkuð — þ. G. ekkert —
hann paraderar framan á Armann, enn hvað á hann í
honum ? og allstaðar er hann með, enn hvað gjörir
hann ? og ekki finnst mér kavalérlegt af honum að taka
við pensión af fornfræðafélaginu! og hafið þér heiður
fyrir, að þér opponeruðuð móti því, það var fallegt og
hreystilegt, þar sem þó vinur átti í hlut, og lýsir ráð-
vendni, — enn því vilduð þið þá ekki heldur V. Erich-
sen hann er maður, sem bæði hefir energi í mesta
máta og föðurlandselsku, og þar hjá góða þekkingu og
gáfur. — Sumir ætluðu að própónera Eafn fyrir heiðurs-
lim, því fékk ég eytt, án þess að verulega þyrfti að koma
til að oppónera því; þetta hófði hreint verið að snúast
í óvinaflokk ykkar og bæði verið illmannlegt og heimsku-
legt, enn hitt var ei nema bróðurleg misbilligelse á hlut,
sem aldeilis ekki kom fornfræðastríðinu við.
Nvi er ég þá, elskulegi hr. Einarsen búinn að segja
yður allt það versta, sem mér hefur getað í hug dottið,
og ekkert betur enn ég hefi meint það, og til þess að
þér með öllum rétti getið sagt, að yður gildi einu, hvoru
megin óg liggi, læt ég yður vita, að þó þér ekki einasta
skrifið mér skammir til, heldur einnig sýnið mér per-
sónulegan fjandskap fyrir þetta, skal mig aldrei sá heig-
ulskapur henda, að ég ekki unni yður sannmælis og þar
á ofan, í því litlu ég megna, styrkja yðar fyrirtæki til
1) = Vigfús Eiríksson.