Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Side 3

Eimreiðin - 01.09.1901, Side 3
»Ég sting upp á því, að hann fari sem nefnd,« sagði Grímur. ^Pví það er svoleiðis, að fari hann héðan frá okkur af fundinum sem Jón Jónsson, þá kemur hann fram fyrir þá sem Jón Jónsson. En sé hann neínd, þá gefur það honum nefnilega meira valdið; nefnilega, að valdið kemur frá okkur, og því vil ég, að hann fari sem nefnd með valdi frá okkur; sko! það er nefnilega, að þegar hann talar við þá herrana í Winnipeg, þá hefir hann valdið; það er svoleiðis, og við gefum honum valdið nú á þessum fundi, og því er það mín uppástunga, að við gefum honum vald til að tala við þá sem járnbrautarnefnd nú á fundinum. Ég nefni- lega sting upp á því, að við gefum honum valdið nú á fund- inum.« »Petta er ný uppástunga,« sagði forseti. ^þeir, sem eru því samþykkir, að Jón fari að finna stjórnina sem nefnd með valdi frá þessum fundi, geri svo vel að rétta upp hendurnar.« Pað réttu flestir upp hendurnar og þar með var tillagan sam- þykt. Og eftir að fundurinn hafði samþykt aðra tillögu þess efnis, að járnbrautarnefndin skyldi fara til Winnipeg með fyrstu ferð og vera launuð af almenningsfé, lýsti forseti yfir því, að málið væri komið í æskilegt horf, og í það skiftið væri ekki hægt að hrinda því betur áfram, en gert hefði verið. Síðan var fundinum slitið. Hús Jóns á Strympu stóð í litlu, hringmynduðu rjóðri á hæð einni, nálægt hundrað faðma frá vesturströnd Winnipegvatns. Samt hafði Jóni ekki unnið það þrekvirki að höggva og hreinsa það rjóður. Pað gerði annar maður, og hans nafn er nú gleymt. Hann dvaldi þar að eins einn vetur, og síðan eru tuttugu og tvö ár. Hann kom þangað beina leið frá Islandi um haust, fullur af kjarki og von og agentasögum og tók sér hér bólfestu. En fyrsta vet- urinn, sem hann dvaldi hér, átti hann við svo mikla örðugleika að stríða, að hann misti allan kjark, og allar hans björtu framtíðar- vonir hurfu sem dögg fyrir morgunsól. Lífsviðurværi var raunar nóg þann vetur, því stjórnin sá honum og fjölskyldu hans far- borða, en bólan heimsókti hann, deyddi tvö börnin hans og lam- aði hann sjálfan, svo að hann vildi ekld vera þar lengur, en fór burt úr nýlendunni og burt úr ríkinu ári síðar. En til minnis

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.