Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Qupperneq 8

Eimreiðin - 01.09.1901, Qupperneq 8
II. Á sléttlendinu í Manitoba á vesturbakka Raubár, »þar sem áin odda setur«, stendur Winnipeg, og þangað víkur nú sögunni. Pað var fjórum dögum, eftir að atburðir þeir gerðust, sem sagt er frá hér að framan, að eimlestin frá þorpinu Selkirk kom brunandi inn að járnbrautarstöðinni í Winnipeg, nálægt klukkan fjögur síðdegis. Á meðal farþeganna var Jón á Strympu, ldæddur í sínar betri buxur og kominn til bæjarins sem járnbrautarnefnd Ný-íslendinga, Hann var einn síns libs í lestinni, hafði komið með seglbát til Sel- kirk, og góðfúsir landar þar tekið vel við honum, látið hann lifa »vellystingum praktuglega« um kvöldið og nóttina og komið honum í lestina um morguninn. Nú var hann kominn til Winni- Peg> og þegar fólkið fór út úr vögnunum, fylgdist hann með fram á gangstéttina, sem var troðfull af fólki. Sumir vóru komnir þangað til að taka á móti vinum og kunningjum, sem nýkomnir vóru til bæjarins; aðrir æddu fram og aftur, eins og um lífið væri að tefla, og litu ekki við nokkrum manni. Lestin, sem flutti Jón þangað, var óðar horfin eitthvað burt, og önnur kom þjótandi að vestan, og drundi hátt í henni eins og í gömlu nauti. Hann hrökk saman og forðaði sér upp að veggnum á húsinu. Pað var járnbrautar- stöðin sjálf, geysimikið múrhús, sem sneri frá austri til vesturs, og eitt af því, sem einkendi það framar öðrum byggingum, var hvað það var orðið óhreint og svart af kolareyk, sem dag og nótt og ár eftir ár lagði á það frá lestum þeim, sem gegnum bæinn fóru. Ekki svo að skilja, að það væri eina byggingin, sem kolareykur- inn hafði svert, því flestar byggingar í grendinni vóru með sama marki brendar; jafnvel gluggatjöldin á stóra hótelinu, sem stóð andspænis járnbrautinni, vóru orðin svört af kolareyk. Jón varð hálfruglaður innan um allan þann hávaða og skarkala, sem þar var, og hvarflaði vestur með húsinu. Par var stór pallur, og þar var hægt að draga andann fyrir þrengslum. Par stóð hann um stund og litaðist um. Vestur undan sá hann breitt stræti, sem lá eins langt, og hann gat séð, bæði norður og suður, og með fram því hve'rja stórbygginguna við hlið annarrar. Og á táunum báðu- megin við strætið var sami fólkstraumurinn, og allir virtust æða áfram án þess að líta til hægri eða vinstri. Pað var ekki svo merkilegt, að fólkið heilsaði hvað öðru, þegar það mættist — sem Jón var þó altíð vanur að gera, þegar hann mætti manni. Inn á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.