Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Page 11

Eimreiðin - 01.09.1901, Page 11
ara. Á ég að spyrja um verðið? Kannske þú viljir kaupa lík- kistu ?« »Eg að kaupa líkkistu! Eg held síður, raunar er ég ekki mikill smiður, en ég vona þó, að þegar Ásdís mín deyr, þá get ég sjálfur klambrað saman líkkistu utan um hana — og annað þarf ég ekki á líkkistu að halda.« »Já, þér mun verða eitthvað úr því.« »En hvaða yfirskrift er þetta?« spurði Jón og benti á letrað spjald, sem stóð yfir dyrunum. »Kaupmaðurinn er þar að auglýsa varning sinn.« »Og gerir það á spjaldi. Hvað þýðir annars þessi yfir- skrift ?« Hinn þýddi yfirskriftina, sem hljóðaði þannig: MR. A. MILLFORD, líkkistusmíður og grafari. Líkkistur smíðaðar eftir máli og gjört við gamlar kistur. Pví næst héldu þeir áfram, unz þeir komu suður á móts við ráðhús bæjarins. Fram undan ráðhúsinu, á umgirtum grænum grasfleti, stendur minnisvarði yfir þá hermenn, sem féllu í upp- reisn þeirri, er Indíánar gerðu í Norðvestur-Kanada. Efst á minn- isvarðanum stendur myndastytta af hermanni, sem styðst fram á byssu sína. »Hvað gerir hann þarna uppi þessi,« spurði Jón. Lað var ekki laust við, að honum væri farin að förlast sjón, og sá óglögt, hvort það var maður eða stytta. »Petta er bæjarvaktarinn okkar,« svaraði hinn. »Ef ófrið ber að hendi, þá lætur hann okkur vita það með því að hleypa úr byssunni.« »Öldungis rétt. Og hún flytur líklega spölkorn.» »Héðan og norður i Nýja-ísland og kemur aldrei við jörðina.« »Pá er hún eins og selabyssan, sem eg átti á Litlu-Strympu. Ljómandi verkfæri hreint, enda var hún gefin afkonungi. Ég var barnungur, þegar Danakonungur sendi nokkrar byssur í sýsluna, sem átti að úthluta til ungra manna. Eg fékk eina og átti hana allan minn búskap.« I þessu gekk velbúinn maður fram hjá þeim. Hann þekti fylgd- armann Jóns og talaði við hann nokkur orð á ensku. »Bíddu mín hér eitt augnablik,« sagði hann við Jón. »Eg kem strax aftur.«

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.