Eimreiðin - 01.09.1901, Page 14
174
»Nú, þú ert þá hérna,« sagði hann. »Eg var hræddur uin,
að þú værir tapaður.«
»Eld<i hætt við, aðjón gamli hlaupi á fjöll. Mikil fádæmi eru
hér af öllu matarkyns! Hvaða hús er þetta?«
»Eað er kjötmarkaður bæjarins.«
»En því vóru þeir að hringja áðan?«
^Pað hefir verið eldur uppi einhversstaðar í borginni.«
»Er það mögulegt? Skal sá eldur verða hættulegur?«
»Ekki held ég; en komdu nú með mér. Eg var þarna að
tala við mann, sem er stjórninni handgenginn. Hann sagði mér,
að hún væri í svo mildu annríki í dag, að hún gæti ekki veitt þér
sómasamlega viðtöku. En á morgun klukkan tíu vill hún fá þig á
sinn fund, og vonast eftir að geta gert þig ánægðan.«
»En hvar hitti ég hana?«
»Eg vitja þín laust fyrir klukkan tíu í fyrra málið og fylgi
þér á fund hennar.«
í’Pað þyki mér vænt um, því ég er ókunnugur hér í borginni.
En hvert erum við að fara nú?«
»Ég er að fylgja þér á borðingshús, hið bezta og ódýrasta
í öllum bænum. Par verður þú í nótt, og þangað vitja ég þín í
fyrra málið.«
»Jæja. Mér þykir nú annars vænt um að fá hvíld, það sem
eftir er dagsins. Pó margt sé hér að sjá, þá mun ég meta meira
að næra mig og sofna. Pað er þreytandi ferðalag þetta.«
»Pað þykist ég vita. En hér erum við, því þetta er húsið
— að eins steinsnar frá markaðinum. Hér skalt þú vera rólegur,
þangað til ég vitja þín.«
Hann barði svo á dyrnar, en enginn gegndi. Hann beiö
stundarkorn og barði svo aftur. »Eað er heldur kurteist fólkið
hérna að láta menn standa lengi úti,« sagði hann og setti í hurð-
ina roknahögg með fætinum. Pað hreif. Dyrnar opnuðust, og
húsráðandi sjálfur kom út og heilsaði þeim. Er hann heyrði,
hvernig á stóð, sagði hann Jóni að koma inn. Hann gerði það og
kvaddi fylgdarmann sinn. Síðan var honum fylgt inn í borðsal-
inn, sem var í miðju húsinu, og beðinn að setjast. Ein kona var
þar inni, og þóttist Jón vita, að það væri forstöðukonan sjálf og
væntanleg matmóðir sín.
»Eg hefði gjarna viljað leggja migsem fyrst,« sagði hann, er hann