Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Qupperneq 15

Eimreiðin - 01.09.1901, Qupperneq 15
175 hafði setið stundarkorn þegjandi. »Ég gat lítið sofið í nótt sem leið.« »Maturinn kemur klukkan sex,« sagði hún og gekk fram í eldhúsið, og Jón heyrði, að hún fór að tala við aðra stúlku. »Hver er kominf« spurði hún. »Ekki veit ég það. Ég spyr ekki hvern mann að heiti, sem kemur inn hingað til að éta.« »Hvaðan er hann?« »Ur Nýja-Islandi.« »Pá er bezt að bera á borð kýrkjötið, sem þeir leifðu í dag. Pað er þó alténd fullgott í Ný-íslending.« Jón heyrði þetta og fanst fátt um. Að sönnu var það ekki siður hans, að slá hendinni á móti góðu kýrkjöti, en að bjóða hon- um kjöt, sem var fullgott fyrir Ný-íslending, en ekki fyrir Winni- pegmann, var meiri vanvirða en svo, að hann gæti þolað slíkt. Og hann fyltist hetjumóði og ásetti sér að sýna Winnipegmönn- um það, að hann væri maður, sem gæti haldið uppi heiðri og sóma sveitar sinnar, hvar sem hann væri staddur. Ekki skyldi munnbiti af kýrkjötinu koma inn fyrir hans varir, hvað sem það kostaði. Sveitungar hans höfðu sýnt honum þá tiltrú að kjósa hann sem fulltrúa sinn, og hann ætlaði að muna þeim það með því, að halda uppi heiðri þeirra í einu og öllu. Eftir klukkan sex um kvöldið fóru borðmennirnir í húsinu að koma. Flestir vóru það daglaunamenn, sem um þetta leyti árs- ins höfðu atvinnu við að grafa ræsi undir strætum í bænum. Éeir komu hver af öðrum, útataðir af mold frá hvirfli til ilja, en allir virtust þeir ánægðir, og ekki vóru þeir þreytulegir að sjá. Máltíðin fór rólega fram. Kýrkjötið var borið á borð og sér- staklega beint að Jóni. Hann stóð sig sem hetja, gaf því ilt auga og þverneitaði að bragða það. Hinir, sem til borðs sátu, þektu óvin sinn frá fornu fari og ónáðuðu það ekki. Pegar máltíðinni var lokið, varð Jóni það fyrst fyrir að fá sér í nefið. Pontan hans var mesta gersemi, rend úr harðri eik, og utan um hana vóru grópaðir fjórir þræðir úr snúnum silfurvír. Hann setti langa tóbaksröst á handarbakið og hampaði pontunní, svo allir gætu séð djásnið. »Pú ert nýkominn frá Nýja-íslandi. Er ekki svo?«, spurði einn þeirra, sem inni vóru.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.