Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Síða 19

Eimreiðin - 01.09.1901, Síða 19
179 ætla ekki aö setja yður neitt fóðrið á þessum rjúpum’ sagði hann við séra Árna, þegar hann afhenti honum geldingana um vorið. Par er eftir þér að lýsa, Jón minn’, segir hann; ’þú safnar þér með því fjársjóð þar, sem mölur og ryð fær ekki grandað.’ Já, það mátti nú segja, hann var innilegur trúmaður, og honum á ég að þakka, að ég varð nokkurn tíma að manni.« »En finst þér þá ekki, að það væri réttara af þér, að fylgja dæmi hans og styðja prest og kirkjú ?« »Eg væri ekki frá því að fóðra fyrir hann lamb eða kálf, eins og heima; en þegar þeir vilja ekkert nema peninga, þá nennir maður ekki að vera að því.« í þessu kom vinnustúlkan til þeirra. »Pú þarna maður,« sagði hún við Jón, »komdu með mér. Mig vantar að sýna þér, hvar þú átt að sofa, því ég er að fara út.« Við það endaði samtalið. Jón fylgdi henni upp stiga, og þar vísaði hún honum til sængur í herbergi 1 norðurenda hússins og yfirgaf hann síðan. Hann fór að litast um í þessum nýja bústað sínum, en þar var fátt merkilegt að sjá. Eitt rúm, borð með könnu og þvottaskál á og einn brotinn stóll var alt, sem sást þar inni. Einn gluggi var á herberginu móti norðri. Jón opnaði hann og leit út til að sjá, hvort nokkuð nýtt bæri fyrir augað. Pað, sem hann sá, var nýstárleg sjón fyrir hann. Hann sá þaðan ofan yfir allstóran hluta bæjarins; norður, austur og vestur var röð við röð af stórum og smáum byggingum. Til austurs vóru risa- vaxin hús, sem hvergi sá út yfir, en til vesturs og norðurs vóru þau ekki eins stórvaxin. Alllangt burtu í norðvestri sá hann gufuvagnana þjóta fram og aftur með látlausum hvin, pípnablæstri og óhljóðum, og í kvöldkyrðinni stóðu reykjarstrókarnir hátt í loft upp, og mynduðu síðan dimmrautt reykjarský yfir norðvesturhluta bæjarins — rétt eins og þeir væru með góðum vilja en veikum mætti að hindra bæjarbúa frá að sjá heiðan himininn, sem breidd- ist eins og stórt tjald út yfir borgina, og Jóni fanst hann aldrei hafa séð hann fegri en það kvöld. Á því var enginn vafi, að alt var hér stórkostlegra en á Strympu, útsýnið meira og viðtæk- ara, sjóndeildarhringurinn stærri og bjartari; himininn sjálfur virt- ist miklu lengra burtu, en þó um leið skírari og bjartari, en hann hafði vanist nyrðra. Auðvitað fanst honum það alveg náttúrlegt, að það væri hærra upp í himininn þar í sjálfri höfuðborginni heldur en á Strympu, og út úr því fór hann að íhuga, hvað sjóndeildar- 2'

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.