Eimreiðin - 01.09.1901, Qupperneq 21
væri að endurbæta það. Búnaðarfélagið í bygð Jóns hafði ræki-
lega rætt málið á hverjum fundi síðastliðin þrjú ár, en lengra hafði
það vitanlega eklci komist, enda vóru margir, sem sögðu slíkt
óþarft mál. Jón var einn af þeim. Hann kvaðst ekki geta séð,
að Skjalda sín væri nokkri vitund minni vexti en hún Grána tnóðir
hennar, og báðar væru þær góðar mjólkurkýr og mestu þrifa-
skepnur. En hvað tuddann snerti, þá væri hann mesti efnisbraddi,
og líklegur til að verða sveitinni til sóma, ef honum entist líf og
heilsa til.
En nú sannfærðist hann um það, að ef nautgripum sínum
hefði á síðasta áratug hnignað jafnmikið^ og veggjalúsunum, þá
væri sannarlega engin vanþörf á að endurbæta kynið. Og hann
einsetti sér að verða forsprakki allra kynbótahreyfinga þar nyrðra,
og halda langa og skáldlega ræðu á næsta búnaðarfélagsfundi
málinu til stuðnings, og hafa veggjalýsnar í Winnipeg fyrir texta,
og sjá svö, hvort ekki mætti hrinda málinu áfram.
Pað leit annars ekki út fyrir, að honum yrði svefnsamt um
nóttina; en þegar komið var fram yfir miðnætti, festi hann loks-
ins svefn og vissi síðan hvorki í þenna heim né annan, fyr en
hann vaknaði eftir kl. 8 næsta morgun. Hann heyrði, að niðri í
húsinu var glamrað í diskum og hnífum, og þóttist vita, að morg-
unmatur væri á ferðinni, og skollinn máttivita, nema mathákarnir
þar væru búnir að éta alt það bezta. Hann fór á fætur, það var
ekki seinna vænna, snaraði sér í fötin og ofan. Niðri var fá-
ment, því daglaunamenn vóru flestir farnir til vinnu sinnar, og
matborðið bar þess greinilegan vott, að þeir höfðu farið hermann-
lega að og hroðið alt, sem þeir náðu til.
En eldabuskan bar aftur mat á borðið, og Jón settist til borðs
ásamt fjórum öðrum. Honum smakkaðist grauturinn vel og tæmdi
diskinn á örstuttum tíma. Eldabuskan var alt af á þönum eins og
fiðrildi kringum borðið, að rétta þeim það, sem þá vanhagaði um,
bera frá þeim diska og færa þeim aðra. Jón langaði í meiri
grautarspón og ásetti sér að fara bónarveg að henni.
»Góa mín,« sagði hann og þreif í kjólinn hennar, þegar hún
þaut framhjá, »ætli þú vildir ekki gera svo vel og gefa mér dá-
lítið meiri grautarspón á diskinn?«
»Góa« tók diskinn og fór, en kom aftur að vörmu spori með
þá harmafregn, að grautur væri ekki til.
Pað þótti Jóni heldur efnilegt. Alt var það á eina bókina