Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Qupperneq 26

Eimreiðin - 01.09.1901, Qupperneq 26
Jú, þaö var alveg rétt. Enginn mótmælti því. Ráðherrarnir hlýddu á með athygli, og eftir að hinir höfðu svikalaust þýtt orð Jóns og kryddað ræðu hans með nýjum hugmyndum frá þeim sjálfum, hélt hann þannig áfram. »Pað er, eins og ég segi, að okkur þarna norður frá vantar járnbraut. Við erum þarna hjálparlausir og kúgaðir, og kaup- menn og sveitarstjórnin sjúga úr okkur alla dáð. Pungar þóttu álögurnar, ég man svo langt, seinustu árin, sem ég bjó í Yxna- dalshreppi, en ekki hafa þær verið léttari hérna í Kanada Pegar agentinn ykkar hélt fundinn góða veturinn, áður en ég fór að heiman, þá segi ég si sona við hann: ’Ætli kaupmennirnir kúgi okkur ekki þar eins og hérna’, segi ég. ’Nei,’ segir. hann, ’í Kanada þekkist engin kúgun, hvorki af hendi kaupmanna né annarra’. En ég skal segja það, að þó Nauzzsen faktor þætti selja dýrt, þá var hann þó mesta lipurmenni í aðra röndina og hafði mann af sér með góðu. Aldrei skyldi það bera til, að hann reiddist við nokkurn mann. Eg man það, að síðasta haustið, sem ég bjó á Litlu-Strympu, lagði ég inn hjá honum nokkur sauðar- föll — ljómandi falleg, því fé var í beztu holdum um haustið — og þegar ég var búinn að taka út helztu nauðsynjavörur, svo sem kaffi, sykur og tóbak, þá segi ég rétt si sona við Nauzzsen: ’Nú þyrfti ég, Nauzzsen minn góður, að biðja yður að hjálpa mér um fáeina dali í skildingum, alt af eru álögurnar að þyngjast, og svo eru þessi ódæmi, sem ganga til prests og kirkju’. Pá byrjar hann að klóra sér í höfðinu, ganga um gólf, hrista höfuðið nokkr- um sinnum, og segir síðan með mestu hægð: ’Nu har jeg ikke Penge, Jún’. ’Veit ég það, Nauzzsen minn góður’, segi ég, ’en ég vona þó, að þér sjáið aumur á mér í mínum vesaldóm og líknið mér einhverja ögn. Landskuldina vill prófasturinn fá borg- aða annaðhvort í beinhörðum peningum eða gömlum sauðum, því þó gamli kirkjumáldaginn heimili bóndanum á Litlu-Strympu að borga landskuldina í smjöri, þá þverneitar hann að taka við smjöri frá okkur Ásdísi minni, og skil ég ekki, hvað til ketnur’, segi ég. En hvernig sem ég ámálgaði þetta, þá hélt hann áfram að ganga um gólf og sagði alt af með sömu hægðinni: ’Nu har jeg ikke Penge, Jún — har ikke Penge’, og svo var ég að smá-ympra á þessu, þangað til ég sé, að hann fer að klóra sér á bak við hægra eyrað. Pá hætti ég, því þegar hann fór til þess, var ekki við- komandi að hafa út úr honum skilding. ’Við skulum þá láta það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.