Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Síða 31

Eimreiðin - 01.09.1901, Síða 31
I9I dísar-rödd og fór inn. Gestgjafinn hallaðist fram á borðið. Jón gekk þangað og benti á vínflösku, sem var á bak við hann. Hann sneri sér við, tók flöskuna og lagði hana á borðið og sagði »dollar«. Pað skildi Jón. Dýr var nú sopinn, þriggja pela flaskan á heilan dollar. Hann borgaði flöskuna, tók hana og fór út. Sólin var að færast á suðvesturloftið og sendi brennheita geisla yfir höfuð Jóns, þar sem hann stóð þarna á táinu fyrir framan Drotningarhótelið. Honum leizt ekki á að vera þar til frambúðar og gekk yfir strætið, settist þar í forsælu framan á gangstéttina og fór að skemta sér við flöskutia. Honum smakk- aðist vínið vel. Pað var einhver munur á því eða þessu gutli, sem þeir vóru að færa mönnum um kosningarnar. Hann saup einn sopann eftir annan, rendi þeim hægt niður til að njóta þess sem bezt. Og við hvern sopa fanst honum hann yngjast upp, og nýtt líf færast um sig allan. Hann fór að hugsa um góða. og gamla daga, þegar hann var ungur og frískur og ódrepinn — áður en hann giftist Ásdísi, þegar hann var vinnumaður á Yxna- bakka og reið út um sveitina á sunnudögum með fulla brennivíns- flösku upp á vasann. Og hann drakk meira og meira. Æskufjörið færðist aftur í allan hans líkama, og hetjublóð forfeðranna fossaði gegnum æð- arnar. Tigulega klæddir herrar og skrautbúnar dömur gengu framhjá honum, en hann leit ekki við þeim; hann var alsæll við vínflösku sína og umhugsun um frægð sína og /eðranna. Höfuð' hans þyngdist; herðarnar bognuðu, eins og byrði lægi á þeim, þokuhnoðrar svifu fyrir augu hans, en þrátt fyrir það fanst honum lífið svo létt, að hann sveiflaði hálftómri flöskunni nokkrar sveiflur og fór að syngja um frægð feðranna: »Enn þá liff-ir andinn fo-horni, enn þá liff-ir dáð og hre-ysti.« Tá fór hann alt í einu að hugsa um, hvernig Ásdís mundt nú taka á móti sér, þegar hann kæmi heim. Mikil raggeit gat hann verið, slíkur maður, að láta hana þvæla sig fram og aftur eftir vild sinni. En auðnaðist honum að koma heim, skyldi hann sýna henni það, að hann var húsbóndi á heimilinu en hún ekki. Sjálf skyldi hún mega bera inn eldivið, sækja vatn og kveikja upp eldinn á morgnana, hann hafði öðrum háfleygari störfum að' gegna en að vera að því. En — hver var þetta? Kom ekki Ásdís þarna kjagandi ofan strætið? Sem hann var lifandi maður,.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.