Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Síða 35

Eimreiðin - 01.09.1901, Síða 35
!95 á hljóðunum, ýmist belji menn alt, hvað af tekur, eða »rauli í lægstu nótum«. Og til skamms tíma hefir sú skoðun verið ríkjandi heima, að sá væri mestur söngmaðurinn, sem »hæst« syngi. Á skólaárum mínum varð ég oft var við leifar af henni í söngfélögum í Reykja- vík, þar sem ætla mætti þó, að söngþekking og söngsmekkurinn væri skárstur. Pá menn hefi ég þekt þar, sem léku það að list og vana, að hvíla sig eina og eina ljóðlínu, til þess að geta því betur náð sér niðri á þeim næstu. Piano og þianissimo þektust þar ekki. Pau vóru sungin mezzo forte. Mezzo forte, forte og fortissimo táknaði, eins sterkt og unt er. Petta er svo öfugt, sem orðið getur, því ekkert prýðir margraddaðan söng eins og það, að tilbreytni {^nuancei) sé í söngnum; ef hún er engin eða ónóg, þá er ekkert eða lítið í sönginn varið, því heita má, að hann standi og falli með þessu. Hitt, að hver kosti kapps um að láta sem mest á sér bera, það verður aldrei vítt um of. I kórsöng á hver rödd að samlagast annarri svo, að engin heyrist sérstök; ef fjórraddað er sungið, þá á svo að heyrast, sem fjórir syngi, hve margir sem það kunna að vera. Fyrrum þótti sá bestur, sem »hæst« hafði; nú er kominn tími til að kveða þá kenningu niður. Pað er langt, síðan farið var að fást við söngkenslu á Islandi. I Hólaskóla og Skálholtsskóla var nemendum kendur söngur eftir Grallarasöngfræðinni {Apþendix ý>órðar biskups Porlákssonar, aftan við VI. útg. af Grallaranum, 1691). Peir lærðu lög við sálmana með öllum þeim »hnykkjum og rykkjum og dillandi viðhöfn«, sem þá og seinna tíðkaðist. Og fram á daga Péturs Guðjóhnsens •má kalla, að ekkert væri sungið á Islandi annað en sálmalög og rímnalög. I Reykjavíkurskóla eldra og Bessastaðaskóla lagðist söngkenslan niður, en þegar skólinn var fluttur til Reykjavíkur aftur, þá var byrjað á henni að nýju, og frá þeim tíma hefir hún haldist þar við, þó hún sé höfð út undan og lítill sómi sýndur. Nú mun söngur vera kendur í skólum víðast hvar um land. Og þó á Island engan söngkennara og hefir aldrei átt. í*að, sem kent er í skólum, er ágrip af almennri söngfræði, þar sem mest rækt er lögð við kensluna og margrödduð söng- lög. Ég legg hér engan dóm á, hvort þetta er rétt eða röng aðferð. Ég fer ef til vill frekar út í þá sálma síðar. En þetta er ekki söngkensla í orðsins þrengri merkingu, því hún er einkum 3’

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.