Eimreiðin - 01.09.1901, Qupperneq 36
196
fólgin í því að auka og bæta hljóðin og temja þau svo, að þau
hlýði eigandanum afdráttarlaust.
Forn-Grikkir voru söngmenn. Peir sungu við sorgleiki sína
°g við pýþisku leikina. F’aðan kom sönglistin til Rómaborgar, og
frá Ítalíu barst hún um allan hinn mentaða heim. Pað er mælt,
að Hílaríus páfi hafi komið fyrsta söngskóla á stofn í Rómaborg,
á 5. öld. Seinna fjölgaði þeim svo, að söngskóli var við hverja
kirkja. Pannig varð kirkjan máttarstoð sönglistarinnar fram undir
lok 16. aldar, en þá kemur óperan til sögunnar. Kirkjan sá í þessu
sinn liag, því að hin einföldu, alvarlegu lög, sem sungin voru í
kirkjunum, gerðu messurnar hátíðlegri og áhrifameiri.
Pað ganga miklar sögur af hinum gömlu ítölsku söngkennur-
um, en menn vita ekkert um, hvers konar aðferð þeir hafa notað,
því að um það er eklcert skrásett til.
Pað eru til afarmargar söngkensluaðferðir. Og á seinni árutn
hafa menn fundið upp nýjar aðferðir, sem helzt lítur út fyrir, að
muni bera þær eldri ofurliða. Aukin þekking og reynsla bendir á
nýjar brautir. Og þó að nýju aðferðirnar séu að ýmsu leyti frá-
brugðnar hver annarri í smáatriðum, þá ber þeim saman um þetta
tvent, að gamli skólinn, sem kendur er við Garcia1, sé ófær og
að tónsköpunin sé undirstaða allrar söngkenslu.
Og það er ekki að ástæðulausu, þó að gamla skólanum sé
fundið margt til foráttu. Eg vil því til sönnunar benda á, að sú
aðferð er svo óeðlileg, sem framast má verða, og samkvæmt
henni er byrjað þar, sem sízt skyldi, á því sem erfiðast er
viðfangs. Pannig vóru nemendurnir látnir gapa, meðan munnvikin
héldu, og spýta eða tappi rekinn inn á milli tannanna, tungunni
þrýst niður með skeið þannig, að geil var eftir henni miðri, barka-
kýlið átti að renna upp og niður allan háls, eins og með þyrfti,
og munnurinn settur í margs konar stellingar eftir því, hvaða hljóð-
staf átti að syngja og fleira þessu líkt. í*að má nú geta sér til
um, hve þægilegt muni vera að breyta oft um munnstöðu í sama
orðinu, ef hratt er sungið. Hitt, sem ég nefndi, þarf engra at-
hugasemda við frá minni hálfu. Pað er svo mikil fjarstæða, að
um það getur engum blandast hugur. Einn af lærisveinum Garcia
1 G. var af spænskum ættum, en lifði mestan hluti æfi sinnar í París. Hann
var frægur söngkennari á sínum tíma, og hafði víðtæk áhrif á alla söngkenslu fram
á vora daga.