Eimreiðin - 01.09.1901, Síða 41
201
á 13. öldinni, og svo hafi þetta hundraðatal jarða í álnum haldist
fram á þennan dag. En nú hafi samkvæmt tiundarlögunum eigi þurft
að tíunda kirkjueignir, og þegar kirkja hafi átt nokkurn hluta í jörðu,
þá hafi tíundarhundriib jarðarinnar orðið annað en dýrleikahundrub
hennar, og eins hafi menn stundum farið að virða jarðir óhæfilega hátt
til arfs og giftumála. Þetta hafi meðal annars leitt til þess, að menn
hafi farið að gleyma, að hundraðatal jarðanna var upprunalega miðað
við verð þeirra. Menn hafi svo ekkert skilið í, á hverju hundraðatal
jarða bygðist. Flestar jarðir hafi verið orðnar leigujarðir, en gengið
lítt kaupum og sölum, og menn hafi því eigi getað gert sér í hugar-
lund, að það væri miðað við verð jarðanna. Þá hafi menn búið sér
til þá falskenningu, að hundraðatalið væri miðað við það, hversu mörg-
urn kúgildum (hundruðum) jörðin gæti fram fleytt, og sú skoðun sé
enn ríkjandi meðal manna og hafi gert íslandi afarmikið tjón. Fyrst
og fremst hafi afarmiklu fé verið varið til þess, að fá jarðir metnar
til hundraða, án þess að nokkur árangur yrði af því, og þegar jarða-
mat loks var gert um miðbik 19. aldar, þá hafi orðið ýmsar misfellur
á því, sem að sumu leyti hafi stafað af hinum röngu ímyndunum
manna um hið forna mat á jörðum til hundraða. Þrátt fyrir þetta
hafi þó engin almenn breyting fengist á jarðamatinu, og það þó að
margar jarðir hafi gengið úr sér, en aðrar hækkað mjög i verði síðari
hlut 19. aldarinnar. Þetta hafi auðsjáanlega stafað af því, að menn
hafi óttast alla þá fyrirhöfn, sem jarðamat mundi hafa ( för með sér,
ef fara ætti eftir því, hve miklu jörðin framfleytti, auk þess sem menn
hafi auðsjáanlega óttast, að slíkt handahófsmat mundi að meira eða
minna leyti verða óréttlátt. En ef hundraðatal jarða aftur á móti sé
miðað við verð þeirra, þá sé lítil ástæða til að ætla, - að matið verði
ranglátt. Fyrst og fremst sé verðmælirinn þá hinn sami um land alt,
en ekki eins og kúgildin, sem eru miklu verðmeiri i einu héraði en
öðru, og jafnvel í sama héraði, og í annan stað sé margt, sem hægt
sé að miða við: söluverð, virðingar til veðs, skifta, arfs, leigumáli o.
s. frv. En ef nú svo skyldi til takast, að menn vildu fara að meta
jarðir á íslandi til dýrleika, þá sé í raun réttri tóm sérvizka að vera
að halda í hið forna hundraðatal. Þegar verðmælirinn breyttist þannig,
að hann varð venjulega álnir, þar sem áður hafði venjulega verið
eyrir, þá hafi fornmenn einnig breytt hundraðatalinu þannig, að það
var talið í álnum, en ekki í aurum. Nú á dögum sé verðmælirinn
ekki lengur alin, heldur króna og eyrir. Þess vegna sé nú eðlileg-
ast að meta dýrleika á jörðum í krónum og aurum.
Þetta er aðeins kjarninn eða aðalefnið í þessari ágætu ritgerð, en
þá er þó ekki nema hálfsögð sagan. Þá vantar allar röksemdirnar og
ýmsan annan fróðleik, sem hún flytur; en i því efni verðum vér að
vísa til ritgerðarinnar sjálfrar.
Þá er næst ritgerð um »dagsverk til prests« eftir sama höfund,
og er þar rakin saga dagsverksins frá því á 14. öld, er þess er fyrst
getið, og alt fram á vora daga. Hefir sú ritgerð eigi alllitla réttar-
sögulega þýðingu og skýrir ýmislegt, sem flestum mun áður hafa verið
óljóst.
Þriðja ritgerðin er um smentun barna og unglinga« eftir sama