Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Qupperneq 44

Eimreiðin - 01.09.1901, Qupperneq 44
204 dögum fleygir öllu fram, og sagnfræðinni ekki hvað minst. En í ís- lenzkum bókmentum er bók þessi allmikið framfararit, borin saman við önnur rit um sama efni, sem til eru á voru máli. Að því er snertir málfæri bókarinnar, er það allskrúðmikið og mikið vantar á, að það jafnist við málið á ritum Páls Melsteðs. Af prent- villum er talsvert, en flestar þeirra hafa síðar verið leiðréttar í »Þjóðólfi«. í formála bókarinnar nefnir höfundur heimildarrit sín, og eru þau flest merk og góð, en sum úrelt og lítt nýt. Vænt hefði mér þótt að sjá Gibbon, Grote og Duruy nefnda þar, en Becker og Báckström hetðu þá mátt missa sig að mestu leyti. Eins og getið var áður, má ýmislegt að bókinni finna. Hér skal nú bent á nokkur atriði. Bls. 2—3 er því haldið fram, að »á fram- faraferli þjóðanna séu þrjú stig, einsatkvæðismálin, samsetningarmál og beygingarmál«; þessi stig eiga þá að taka við hvert af öðru og eins- atkvæðismálin að vera á lægsta stiginu. Þetta þótti nú áður góð latína meðal samberandi málfræðinga, en nú munu flestir á alt öðru máli. I öllum málum er hneiging til að verða einfaldari og einfaldari, losa sig við föll, beygingar, löng orð og óreglulega setningaskipun. Einmitt máli því, sem höf. nefnir, kínversku, er þannig varið, að það upphaf- lega var margra-atkvæðamál, en hefir smásaman breyzt í einsatkvæðis- mál og kastað burt beygingum. Nokkuð líkt, en £ minna stíl, á sér stað á vorum dögum í ensku og fleiri málum (sbr. e. cab úr cabriolct, photo úr photograph, mob úr ?nobile o. s. frv.). Bls. 4 stendur af misgáningi, að Fönikar hafi verið Kamsniðjar, eða svo finst mér verða að skilja staðinn, en á bls. 10 stendur auðvitað hið rétta, að þeir hafi verið Semsniðjar. Um Egyptaland hefði mátt skrifa meira af því, er vér vitum með vissu, en sleppa sumu, sem vafi leikur á. Bls. 10 er því haldið fram, að letur Föníka sé milliliður milli hebreska letursins og hins gríska. Þetta er vafasamt; það er auðvitað satt, að Grikkir fengu letur sitt þaðan, en það eru líka mikil líkindi til, að Gyðingar hafi fengið letur sitt þaðan. Bls. 17 stendur: »Manu-lögin eru ritin á sanskrlt, en Vedabækurnar á hinu svonefnda Veda-máli« ; þetta eru ekki tvö mál, heldur er »Veda-málið« aðeins sanskrít á eldra stigi. Bls. 20 er æðsti guð Persa kallaður Ormadz; svo ætti ekki að rita nafnið, heldur annaðhvort Ahuramazda, sem er réttast, eða Ormuzd, sem er vanalegast. Fleiri austurlenzk nöfn í bókinni mætti og ef til vill rita nákvæmar. Bls. 28 stendur: »Þar sem grísk tunga gekk, fanst hellensk- um manni hann vera sem heima«; áður er ekki getið um orðið Hellenar eða hellenskur (hellenskur er óþarft). Leitt er að sjá á bls. 29 málleysuna eða prentvilluna »Akkilles frá Fþía«. Á bls. 30 er sagt, að fjöldi kappa hafi látið líf sitt í Trójustríði, þar á meðal Hektor, en ómögulegt er að sjá það á sambandinu, hvort Hektor hefir verið grískur eða Tróju- maður. Annars hefði vel mátt tala meira um Hómerskvæði og uppruna þeirra, sem menn nú vita talsvert um. Kaflinn um trúarbrögð Grikkja er of stuttur, og ýmislegt er þar vafasamt. Á bls. 32 er upptalning á allegoriskum guðdómum, sem sumir hverjir aðeins vóru til í ímyndun skálda og goðfræðinga, og aldrei vóru dýrkaðir nokkurstaðar á Grikk- landi. Verra er það, að í þessum kafla er ekkert minst á, hvernig Grikkir hugsuðu sér tilveruna eftir dauðann. Á bls. 37 er gamla sagan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.