Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Síða 49

Eimreiðin - 01.09.1901, Síða 49
209 ver en skyldi; hann var grimmur maður, en dugandi stjórnari. í kafl- anum um bókmentir Rómverja var sjálfsagt að nefna Varró meðal hinna »bókmentalegu stórmenna«, sem höf. minnist á. Lýsingin á Hóratíusi er rétt og góð, en einstöku stirð orðatiltæki finnast þar, svo sem þá er »odæ« er þýtt »hörpu-ljóðskveðskapur«. Sama má segja um lýsinguna á Tacítusi, nema hvað hún er sumstaðar næstum því eins óljós og Tacítus sjálfur; hvað þýðir t. d. »harmsögulegur verknaður« ? (bls. 210). Er það sama og »tragisk Virkning« á dönsku? Á sömu bls. er Lúkían nefndur heimsspekingur, en varla má kalla hann svo. Á bls. 219 þarf nauðsynlega að skýra frá kenningum Aríusar, betur en gert er. Frá þjóðaflutningunum er heldur lítið sagt og mætti vera meira. Sá tími er alt of merkilegur til þess, að hlaupa eins fljótt yfir hann, og gert er í Thrige og öðrum slíkum bókum, er höf. hefir sniðið bók si'na eftir. Meðal annars þarf að sýna, hvaða áhrif menn- ingin rómverska hafði á aðkomuþjóðirnar, og hvernig ástandið varð í einstökum landshlutum. Enn fremur mætti drepa nokkuð á bókmentir þeirra tíma, sem eru miklu betri, en menn alment halda. En höf. nefnir hvorki Claudíanus eða Ammíanus Marcellínus á nafn, hvað þá heldur Boethíus, sem reyndar heyrir til miðöldunum að því leyti, að hann deyr á dögum Þjóðreks konungs. í’etta er nú í stuttu máli það, sem mér helzt finst ábótavant við bókina; sumum kunna að þykja aðfinningar rnínar nokkuð margar, en í raun og veru, þegar að því er gætt, hvílíkt vandaverk hér er um að ræða, er ekki á slíku að furða. Flestar þeirra má rekja til þess aðalatriðis, að höfundurinn hefir stuðst sumstaðar við úreltar bækur eða réttara sagt bækur, er halda fram úreltum skoðunum. En miklu víðar heldur höf. einmitt því fram, sem vísindi nútímans alger- lega samþykkja. Þessi bók er, þegar öllu er á botninn hvolft, bezta fornaldarsagan, sem til er á íslenzku. Allir þeir, sem hafa átt því láni að fagna að kynnast hr. Hallgrími Melsteð persónulega og þekkja lærdóm hans og andríki, munu taka undir með þeirri ósk minni, að hann í næstu sagnaritum sínurn hiki sér ekki við að halda einarðlega fram sínum eigin skoðunum, en hætti að telja sig bundinn við skoð- anir útlendra höfunda, sem einu sinni þóttu góðir, en nú síður en svo. Og vonandi er, að ekki líði á löngu, áður en hann aftur getur gefið bókmentum okkar eins þarft rit og þetta. Sigfús Blöndal. BUNAÐARRIT. Utgefandi: Búnabarfélag íslands. 1. (14.) ár. Reykjavík 1900. Hermann búfræðingur Jónasson byrjaði árið 1887 að gefa út »Bún- aðarrit«. Hann hélt því áfram í 13 ár með mesta dugnaði. Af sam- verkamönnum hans má sérstaklega nefna Sæmund Eyjólfsson (dáinn 18. maí 1896). Hann var útgefandi »Búnaðarritsins« ásamt Hermanni seinustu árin, sem hann lifði. Auk þess ritaði hann í »Búnaðarritið« margar ágætar ritgerðir. Þær bera allar vott 'um víðtæka þekking á sögu og hag landsins og glögt auga fyrir öllu því, »sem ábótavant er í íslenzkum búnaði«. Allar eru þær ritaðar af einlægri ættjarðarást og sterkri »trú á framtíð íslandss. Hermann halði og marga aðra góða 14

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.