Eimreiðin - 01.09.1901, Side 53
213
f>að er hvorki staður né rúm til að ræða nákvæmar um rit þetta
í »Eimreiðinni«. í öllum aðalatriðum hefir höf. óefað rangt fyrir sér.
Rökum hans, sem flest eru tekið frá Strauss og Baur, hefir verið
hrundið fyrir löngu.
Ritið er vel þýtt. Prentun og allur frágangur á þvi er í góðu lagi.
H. P.
SUNNANFARI, mánaðarblað með myndum. VIII. ár. Ritstjórar:
Björn Jónsson og Einar Hjörleifsson. Rvík 1900. Eftir langa og harða
útivist, sem margir munu hafa skoðað sem strand, rendi skeið »Sunn-
anfara« aftur í landsýn með vorskipunum í maímánuði árið sem leið,
og þótti nú blása miklu byrvænlegar en áður, enda stóðu nú
nýir menn við stýrið. Það sá líka á, því þótt hann byrjaði sigling
sína 4 mánuðum síðar en til stóð, hafði hann þó svo hraða ferð, að
hann hafði lokið öllum 12 ferðum sínum í árslok. Hann er sem sé
nú aftur orðinn mánaðarblað, eins og hann var í upphafi, og er nú
næsta álitlegur bæði að efni og búningi. í hverju blaði eru nokkrar
myndir af merkum mönnum (einkum íslenzkum), stöðum og húsum og
eru þær alls rúmar 40 í þessum árgangi. Hefir prentun myndanna tek-
ist svo prýðilega, að þær standa útlendum myndum fyllilega á sporði,
enda hefir ekkert verið til sparað, að hafa pappír og svertu sem vand-
aðasta. Og að því skapi er efnið fjölbreytt og hugðnæmt, þótt ekki
sé þar um annan eins undirstöðumat að ræða, eins og t. d. í »Lög-
fræðingi«, sem ekki er heldur við að búast, þar sem markmiðið er alt
annað. »Lögfræðingur« er vísindalegt fræðirit, en »Sunnanfari« er
aðallega skemtiblað, þótt hann hafi jafnframt ýmsan fróðleik að færa.
Auk fjölda af æfisögum merkra manna og annarra greina, er
fylgja myndunum, eru í þessum árgangi nokkrar stuttar skáldsögur,
sumpart frumsamdar og sumpart þýddar, t. d. »Flugan« eftir Einar
Hjörleifsson, »Gætileg skipstjórn« eftir norka skáldið Alexander Kielland
og »Presturinn« eftir enska sagnaskáldið Conan Doyle. Þá eru þar og
sögur af Bólu-Hjálmari og ýmsar vísur eftir hann Þar eru og ýmis-
leg ljóðmæli eftir Einar Hjörleifsson, Stgr. Thorsteinsson, Guðmund
Magnússon o. fl. Af öðrum greinum má nefna kjarnmikinn og smell-
inn fyrirlestur (»Þar hafa þeir hitann úr«) eftir Guðmund Finnbogason,
»Ferðarollu Magnúsar Stephensens konferenzráðs« og »Frá hirð Frið-
riks konungs VII.«, sem mörgum mun þykja gaman að lesa. Pá eru
og ritdómar um nýjar bækur og ýmsar aðrar smágreinar um bók-
mentir og annað fleira.
Eins og af þessu má sjá, er »Sunnanfari« mjög eigulegt blað og
jafnast fyllilega við útlend myndablöð af líku tægi. Er því vonandi,
að vinsældir hans verði svo miklar, að hann fremur sjái sér fært að
færa út kvíarnar, heldur en hitt. V. G.
SKÓGARNIR í FNJÓSKADAL. Eftir Sigurí) Sigurösson frá
Draflastöðum (Sérpr. úr »Andv.« 1900).
Norðuramtið veitti höfundinum styrk til að rannsaka og skoða
skógana í Fnjóskadal. Ritgerð þessi sýnir árangurinn af rannsóknum
hans.