Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Síða 58

Eimreiðin - 01.09.1901, Síða 58
218 I heftum þessum eru greinar um söfnuði íslendinga vestan hafs: Ar- gyle-söfnuði, Winnipegsöfnuð og Tjaldbúðarsöfnuð, afdrif Tjaldbúðar- safnaðar og viðskifti hans við kirkjufélagið þar, söguritun þess og inn- flutningsmál. Greinar þessar skýra fyrir oss margt, er gerst hefir meðal landa vorra í Ameríku, og þær hafa þýðingu fyrir þá, er vilja kynna sér ástand íslendinga þar. í VII. heftinu er mjög kröftug og kjarnyrt bindindistala, er ber ljósan vott um hina alkunnu mælskusnild höfund- arins. M. P. HRÓI HÖTTUR (Robin Hood). Ensk þjóðsaga í íslenzkri þýð- ingu eftir Halldór Briem. f’jóðsögurnar um Robin Hood hafa ávalt verið í mestu metum hjá alþýðu manna á Englandi, þótt þær hafi lítið sögulegt gildi. Þær eru mjög skemtilegar. íslenzka þýðingin á þjóðsögum þessum er lipur og mjög vel af hendi leyst, þótt hún sé ekki alstaðar nákvæm. í bók þessari eru nokkrar vísur. Þær hefir skáldið séra Matth. Jochumsson þýtt, Prentun og allur frágangur er í bezta lagi. H. P. HIÐ ÍSLENZKA GARÐYRKJUFÉLAG. Rvík igoo. Kver þetta er mjög lítið að vöxtum. í því eru nokkrar smá- greinar um garðyrkju. Éær eru allar liprar að máli og mjög þarfar að efni. Garðyrkja er mjög arðsöm á íslandi. Éað ætti að stunda hana miklu víðar, en gjört er. H. P. Við Enarevatnið. (Eftir Jóncis Lie). Ungi Fjallfinnurinn, Elis átti að ganga að eiga dóttur Matthí- asar Vuolafs. Pað var einkamál foreldranna, er hvortveggja vóru manna auðugust að hreindýrum. ■ Elis og Silla fundust á hverju sumri, þegar foreldrar þeirra höfðu tjöld sín út við fjörðinn og hreindýrin áttu að drekka sjó. Par höfðu þau leikið sér og farið saman í berjamó út um lyngholtin. Meðan þau vóru lítil, var þeim lofað að gefa hvort öðru hreinkálfa, en þegar þau fóru að komast á legg, færði hann henni perlubönd úr kaupstaðnum og skinn af mörðum og mjallrefum, sem hann skaut á veturna. Éegar verið var að

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.