Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Qupperneq 60

Eimreiðin - 01.09.1901, Qupperneq 60
220 þegar Silla starði á hann þessum svörtu, spyrjandi augum . . . . Hún var sem kveinandi fugl, er reyndi að rjúfa kyröina. Skömmu áður en þau áttu að skilja um haustið, sat Silla fyrir honum eitt kvöld með Múftí við hlið sér. Hún grét og barm- aði sér: Hún hefði þráð hann meira þetta sumar, er tjöldin stóðu í sömu víkinni við fjörðinni, en nokkru sinni áður á vetrardögun- um löngu! .... Nú stoðaði ekki framar að hlaða vörður eða rista merki í trjáberkina; augu hans væru blinduð af illum anda. Sér fyndist hún vera sem rjúpa í snöru. . . . Upp frá þeim degi gjörðist Elis enn þunglyndari en áður. Næsta sumar fór hann ekki með föður sínum til fjarðarins, heldur dvaldist einn með hjörð sína uppi á landamærum Rúss- lands. Oft lá hann þarna á fjöllunum og fanst sem hann heyrði grátþrungnar stunur, eins og kveinstafi Sillu. Stundum þóttist hann líka sjá inn í kirkjuna í Alten. Pað var eins og sunnudagsmorguninn forðum; sólin skein inn um rúðurnar og stafaði geislum á stólsætið, þar sem sýslumannsdóttirin sat. * * * Sumarnótt eina um Jónsmessuleyti lá hann einn í tjaldi sínu undir birkivöxnum ási við Enarevatnið, þar sem farfuglahópar komu saman hvaðanæva úr löndum. Meðan hann nú lá þarna í þungum hugsunum, kom til hans grönn ag nettvaxin stúlka með gljásvart hár og settist við beð hans. Hún var í grænu, gullbryddu klæðispilsi og bol með rauð- um bringudúk og hafði spent gullbelti um mittið. Hún grúfði sig niður að honum, svo að hann fann hlýjan andardráttinn á andliti sér. Og er hann reyndi að loka augunum, til þess að losast við sjón þessa, mælti hún: »Líttu upp, Elis; það eru til stúlkur, sem.geta jafnast á við sýslumannsdótturina!« Hún benti honum út um dyrnar á nokkrar svartar kýr, feitar og föngulegar, og bláullað sauðfé. Eað gekk um í stórhópum á völlunum niðri við vatnið. Hún kvaðst eiga þetta alt saman og auk þess fjöldann allan af hreindýrum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.