Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 61

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 61
221 Hún talaði svo liðugt og heillandi og var alt af að biðja hann að kotna með sér. Hún starði í augu honum svo náið, að hvarmar þeirra komu saman; augu hennar voru dökk og djúp, — það sindraði úr þeim sem úr húsbruna í svartnætti. Hún var móleit á hörund og hörundið mjúkt sem silki, er hann fann það við kinn sér. Meðan Elis lá þarna í hitanum og gat ekki á heilum sér tekið, — hann hafði þó ef til vill sofnað stundarkorn —, kom önnur stúlka, enti þá fegri en hin fyrri. Hún var í bláum kyrtli með undarlega breytilegum litblæ; á fótunum hafði hún fallega skó, sem úr voðfeldu silfri eða spegil- fögru síldarhreistri; hárið var ljóst og féll laust niður um bakið í rafgulum lokkum, eins og þegar sólin skín á haflöðrið. Hún benti honum með litlu, hvítu hendinni sinni og bað hann að líta út fyrir tjaldskörina. Parna stóð þá Enarevatnið reist á rönd sem geysistór spegill, laugaður logaskini miðnætursólarinnar. Við vík eina glampaði á hús með gullsteindu þaki; þar gat að líta fjöldann allan af naust- um og skemmum sem í kaupstað; og á höfninni fram undan ströndinni flaut bátur við bát, skip við skip, þar reis sigla við siglu. En fram með fjörunni stóðu skreiðarhjallar, svo langt sem augað eygði. Honum sortnaði fyrir augum, og það var sem svipirnir færu sístækkandi. Eldur brann úr augum dökkleitu stúlkunnar; en ljóshvika mærin drap titlinga; það var sem naprar, hárbeittar hnífseggjar stæðu úr augum hennar; og rafgula hárið lék í freyðandi bylgjum. Báðar þustu að gættinni far lenti þeim saman. Dökkleita mærin læsti greipunum sem klóm í fjandkonu sína, og svo barst leikurinn niður hólinn með hörðum sviftingum. Niðri á vatninu sá Elis kynlegan bardaga!.................Stór kvennörn hafði læst klónum í hrygginn á laxi einum miklum; en laxinn var ofjarl hans. Peir geystust eftir vatnsfletinum, sem kólfi væri skotið, og höfðu ýmsir betur; — og þannig hélst leikurinn, unz þeir hurfu fjarska. Samdægurs hvarf Elis með hjörð sína af þeim stöðvum. * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.