Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Page 62

Eimreiðin - 01.09.1901, Page 62
222 Eina nótt, er Elis var aftur staddur við Enarevatnið, þóttist hann sjá hámessugjörð í Altenkirkjunni, greinilegar en nokkru sinni áður. Sýslumannsdóttirin sat handar í stólsætinu; hún leit við og við til hans og skygði með hendinni sinni litlu fyrir augun, til þess að verjast sólarbirtunni; og svo kinkaði hún brosandi kollinum. Stundu síðar kom hún eins og svífandi í loftinu, grúfði sig sig yfir hann og horfði inn í augun á honum. Hárið féll í bylgj- um til beggja hliða. Hann fann andardrátt hennar, — það var sem svalur og hressandi andvari frá vatninu á heitri og bjartri sumarnóttinni; hún skifti litum; það var sem breytilegum sólbjarma brygði á andlit hennar; og augun urðu alt af dýpri og dýpri, — þau hrifu alt með sér sem blástreymið stríða .... — Daginn eftir lá Elis í Enarevatninu, undir hamrinum skamt fyrir neðan tjaldið, Enginn gætti hreindýranna. En í laufhlíðinni út við fjörðinn grét Silla og kveinaði angur- vær á kvöldin. B. B. þýddi. Skýið. (Eftir Percy Bysshe Shelley. hytt úr ensku). Ég blómunum þyrstu flyt úðaregn, yzt úr úthafi’ og straum, og skyggi svo létt á laufin, er þétt liggja’ hádegisdraum, af vængjum mér skek ég vordögg er vek ég hinn væna blómknappa fans, sem við móðurbrjóst kær hafa vaggast í værð er hún vindst kringum sólina’ í dans; yfir haglinu’ eg ræð og það hrynur úr hæð og hvítlitar völlinn glaðan, og í regninu þeysandi það upp ég leysi og í þrumum fer hlæjandi þaðan.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.