Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Side 64

Eimreiðin - 01.09.1901, Side 64
224 þegar fætur hún ber, sem alls enginn sér en englarnir heyrt einir fá, yfir tjald mitt, og ef rifa verður á vef vilja stjörnurnar gægjast og sjá, og ég hlæ þeim á móti’ er þær þyrlast og þjóta sem þúsundir gullbýja’ á sveim, stækka rifuna’ á faldi míns stormbygða tjalds þar til stirnir á vatnanna heim, eins og himinbrot stór steypist gegnum minn kór og sé stráð þar af tunglinu og þeim. Eg legg eldbelti um stólinn þars situr sólin, um sæti mánans dreg perlubönd, og í eldfjöllum dimmir, stjörnur sundlar og svima er sveiflast fáni minn í hvirfilbyls hönd; frá standbjargi í standbjarg, sem brúandi band yfir beljandi, hvítan mar sólgeislaþétt eins og þak er ég'jjsett og þau eru súlurnar; og mitt sigurhlið hátt, þar sem held ég þrátt með hvirfilbyl, eld, snjó og flóð, er við vagnstól minn standa lofts blýbundnir andar, er boginn með miljónaglóð, hans litina hýru ófu himinbál skír, niðri hló þá hin regnvætta slóð. Dóttir vatnsins ég er og hauðursins hér og himinsins fósturmey, ég smýg gegnum löndin og bylgjunnar bönd, ég breytist, en aldrei ég dey; því er regnið er frá og flekk má ei sjá um hið fríða himintjald, og hvelfingu blá byggja vindarnir þá og blíðsólar glitrandi vald, að gröf minni æ þeirri altómu’ eg hlæ og úr úða-hellunum sný, sem barn úr kvið fer ég, sem andi’ úr haug er ég upprisin, og byggi’ alt á ný. Sigfús Blöndal þýddi.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.