Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Side 65

Eimreiðin - 01.09.1901, Side 65
225 B1 e i k á 1 a. fað var ljóta gestarellan á Völlum daginn fyrir þjóðhátíöina, og allir áttu sama erindið. Svo stóð á, að faðir minn átti bleikálótta hryssu, tvítuga og tannlausa. Hún var mesti gallagripur og gerði bæði að bíta og slá, þótt bitið væri raunar tiltölulega meinlaust, þar sem merin var alveg tannlaus. Auk þess hætti Bleikálu til að ausa, þegar maður var kominn henni á bak, og aidrei hafðist hún svo út úr hlaðvarpanum, að hún hoppaði ekki margar hestlengdir aftur á bak. Það var, eins og hún ætlaði að kasta manni upp á Stórahnúk. Bleikála var heldur aldrei höfð til reiðar, og kom því flatt upp á alla, að hún skyldi verða annað eins keppikefli, og raun bar vitni. þegar ég var að euda við að klæða mig um morguninn, var barið að dyrum. Eg fór til dyra og sá, að Stína á Eyri var komin. »Sæli nú,« sagði hún. — »Komdu sæl,« svaraði ég. »Er faðir þinn heima?« — »Nei.« »Hvar er hann?« — »Hann er fram í firði.« »Ætlar margt héðan á þjóðhátíðina á morgun?« — »Eað tel ég sjálfsagt.« »Ætli að Bleikálu verði riðið?« — »Ég veit það ekki.« »Kemur faðir þinn heim í dag?« — »Já.« »Pá kem ég aftur seinna. Vertu nú sæll-« — »Vertu sæl.« Pegar ég var nýkominn inn, var barið aftur. Ég fór til dyra. Gunna í Vík var komin og bar þegar upp erindið: »Ég ætlabi að vita, hvort ég gæti ekki fengið hana Bleikálu lánaðá á þjóðhátíðina á morgun. Hvernig skyldi það ganga?« »Éað veit ég ekki. Pabbi er ekki heima.« »Nú, er hann ekki heima ?« — »Nei.« iPað þarf ef til vill að halda á Bleikálu á morgun?« — »Eg veit það enga ögn.« »Ég ætla þá að koma aftur seinna í dag. Kemur faðir þinn séint heim?« — »Ekki held ég það.« Svo fór Gunna, en ég settist inn í stofu og fór að skrifa 5

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.