Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Page 68

Eimreiðin - 01.09.1901, Page 68
228 »Ég var að hugsa um að biðja þig að lána mér sjalnálina þína, silfurnálina, ef þú þyrftir ekki á henni að halda,« sagði þá Anna við móður mína, en móðir mín hatði lánað silfurnálina sína, og hún átti ekki nema eina, svo Porbjörg og Anna urðu báðar að fara svo búnar. Ég hálfkendi í brjósti um blessaðar stúlkurnar, að þær skyldu þurfa að fara svona erindisleysu, hver eftir aðra, og það segi ég satt, að hefði ég átt nógar Bleikálur og nógar silfurnálar, þá hefðu þær staðið þeim til boða, en því var ekki að heilsa. Ég hafði nú frið um stund, og faðir minn kom heim, eins og til stóð, en rétt eftir nónbilið byrjaði önnur umferðin. Éá kom allur hópurinn í sömu röð og áður og í sömu erindagerðum, nema að Steini á Hóli flutti mér nú enga »ísafold«, og nú mintist enginn á silfurnálina. Aumingja-fólkið hafði hlaup og lítið kaup í þetta skifti eins og fyr um daginn, því faðir minn hafði lánað Bleikálu manni, sem hann átti von á um kvöldið. Hún. var höfð heima við túngarð, og sleikti í sig eltingarskúfana, sem uxu utan í garðinum, í mestu makindum. Éó var eins og hún reisti eyrun lítið eitt, þegar biðlarnir gengu fram hjá henni, eins og hún væri að stríða þeim. Maðurinn, sem átti að fá Bleikálu, kom ekki um kvöldið, en frændi okkar kom og gisti hjá okkur um nóttina. Um morgun- inn var hestur hans strokinn, svo honum veittist sú ánægja að sitja á Bleikálu á þjóðhátíðina, því ekki var kostur á öðrum hesti, og það er sannast að segja, að ekki var Bleikála jungfrúleg, þegar hún fór af stað. H. G.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.