Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 7
7
Tacítusar og þá var og farið að dýrka hann með mannblótum.
Á Norðurlöndum hlýtur hann að hafa orðið viðurkendur sem höf-
uðguð ekki síðar enn á hinum herskáu þjóðaflakksöldum. — Inn í
þetta vefast svo aðrar hugmyndir; víðast hvar í suðurhéruðum
Norðurlanda álitu menn, að sá guðinn, sem þeytist ríðandi yfir
akrana, gæfi og korninu vöxt og þroska. En annarstaðar átti
Pór þátt í því. Meiru skiftir þó það, að Óðinn var guð galdra og
fjölkyngi. Af því hann var á sífeldu flakki á næturnar og þeyst-
ist áfram með ótrúlegum hraða, hugsuðu menn sér mjög snemma,
að hann væri fjölkunnugur. En út af því sprettur svo hugmyndin
um guð, sem þekkir alla leyndardóma náttúrnnnar, stýri henni og
stjórni með orðum sínum einum, og kenni lærisveinum sínum
meira eða minna af þessari speki sinni. Petta er einmitt eitt af
því, sem hvað mest einkennir Óðin í trúarlífinu; menn geta staðið
í sérstöku sambandi við hann. Hver einstaklingur á að leita hans
á laun á krossgötum, þar sem hann er á ferðinni á næturnar,
gera sáttmála við hann og fá það, sem menn óska sér:
Gefr sigr sumum, mælsku mörgum
en sumum aura, ok mannvit firum.
Menn álíta, að hann þekki alla hulda fjársjóði í jörðu, en framar
öllu á hann þó sérstaklegt vald á öllum andans gáfum. Hann
veitir hug og hreysti í orustum og skáldunum skáldskapargáfuna.
1 »Sonatorreki« þakkar Egill Skallagrímsson Óðni fyrir að hann
hafi gefið sér »þat geð, es gerðak mér vísa fjándr af vélöndum«,
Sumt virðist benda á, að þessi Óðinsdýrkun hafi jafnvel myndað
sérstakt trúarlíf innan vébanda heiðninnar. Menn eru »signaðir«
Óðni og þannig gerðir að þjónum hans; aðrir fæðast af barnlaus-
um foreldrum fyrir áheit á Óðinn, og eru því hans eiginleg eign.
Galdrasöngvar Óðins, sem hljómað hafa »Háva höllu í«, eru end-
urteknir af mönnum sem heljar launung, er þeim hefir verið trúað
fyrir. Og því er skotið fram, að það séu þessar dularrúnir, sem
í hvívetna beri gang tilverunnar og veiti manninum afl sitt og
styrk; þær séu fyrir órofi alda ritaðar af »þul hinum mikla«, og síðan
endurteknar af Óðni með Ásum, eins og af hinum jarðneska þul
meðal mannanna; það liggur við, að menn séu farnir að hugsa
sér Óðin eingöngu sem rúnameistara eða rúnadróttin. I almennu
trúarlífi leiðir þetta til þess, að vald annarra guða minkar; hví