Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 28
28
hefði ég nærri sagt — drottins vors, heldur á allri heimskipun guðs.
Oll skoðun vor á sögu mannkynsins og framtíð verður fyrir gagn-
gerðri breytingu af áhrifum þekkingarinnar á framþróuninni sem
náttúrulögmáli. Áður var framtíðin í augum kristninnar sem
hræðilegt skrimsli, sem magnaðist meir og meir og varð verra og
verra viðureignar. Hins góða, hins eftirsóknarverða —■ þess var alla
jafna að leita í fortíðinni. »Skelfilegir tímar eru það, sem vér lifum
á!« — »og hvernig ætli þetta fari?« Þetta gekk mann frá manni. —
Og það er enn viðkvæði margra kristinna manna. Menn urðu að
líta aftur fyrir sig, til að finna almætti guðs, góða tíma og góða menn.
í heimsþróuninni er falið göfugra traust til valds hins góða. Og
þvi er það djúp kristileg hugsun hjá Herbert Spencer, að lyndiseinkunn
mannsins muni taka slíkum framförum af áhrifum framþróunarinnar ■—
útvalningarlögmálinu —, að hugsanlegt sé að almenn framlagsfýsi kom-
ist svo langt, að hún likist hjálpfýsi foreldra við börn sín.
Og við sama traustið til sigurs hins góða verðum við varir í
þjóðmegunarfræðinni, sem aftur hefir gengið í skóla hjá líffræðinni.
»Þannig mun baráttan fyrir tilverunni, þá er til lengdar lætur, gera þá
menn lífseigasta, sem fúsastir eru til að fórnfæra sjálfum sér fyrir með-
bræður sína« (prófessor Marshall). Þetta er viðurkenning og undir-
skrift vísindanna undir orð Jesú: »Hver sem vill vera mestur meðal
yðar, verður að vera þjónn allra.«
Á meðan vöxtur hins vonda er aðalatriðið í framtíðarhugleiðing-
um kristinna manna, á meðan getur sá áburður á kristindóminn, að
hann leiði til eigingirni, sé fremur öllu að leitast við að frelsa sjálfan
sig, hæglega komið mönnum svo fyrir sjónir, að hann sé alls ekki
tilhæfulaus. Þegar nú vísindin hafa sýnt oss, að sigur hins góða sé
skildagabundinn heimsreglunni, er fyrir oss kristna menn nýju ljósi
varpað yfir líf Krists og verk hans. Líf Krists og veik verður kraftur,
sem settur er inn í alla framþróun lifsins. Fyrir því verður gildi þessa
verks hans ekki innan svo þröngra vébanda, að það nái aðeins til
trúarlífsins, eða snerti að eins kristna með trúarjátning, heldur opin-
berar það sig í allri komandi framþróun lífsins, og leiðir hana áfram
sem útvalningarinnar-kraftur.
Ekki þarf orðum að því að eyða, að með þessari víðsýnu öruggu
vissu um ómótstæðilegan mátt framfaranna sem heimsreglu hlýtur að
fylgja alt annað þrek og kraftur í baráttunni fyrir hinu góða og gegn
hinu vonda, en orðið gat í þessari baráttu, meðan menn ráðþrota
trúðu, að ekkert á jörðunni nema dómsdagur einn gæti leitt í ljós sig-
ur hins góða.
Með því að vísindin hafa uppgötvað, að framþróunin væri nátt-
úrulögmál og sannað með líffræðinni, að alt lífið yfirleitt er háð
ákveðnum lögum, er grundvelli siðferði vorrar lyft svo upp, að hún
skoðast ekki lengur sem sérstök boðorð, sem þeir einir hlýddu, sem
trúðu því, að guð hefði boðið oss það, heldur sem náttúrulögmál —
guðs lögmál til fullkomnunar vorrar. Meðan boðorðin stóðu sem á
stangli, litu þau út sem gerræðisboð, sem köstúðu skugga á guð sjálf-
an. Fyrir því var það, að mönnum gat komið til hugar, að bæta