Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 62
Ó2 þar sem hann er nú sjálfur dáinn fyrir nokkrum árum, og ekkert í því, sem neinum geti verið til meins. — Bréfið er frumritað á þýzku, en vér höfum snúið því á íslenzku. V. G. Ritsj á. EINAR HJÖRLEIFSSON: FRJÁLST SAMBANDSLAND. Ágrip af stjórnroáladeiJu íslendinga og Dana. Samið að tilhlutun Þjóðræðis- og Landvarnarblaða o. fl. Rvik T907. í riti þessu er í einkar glöggum dráttum lýst hinum helztu atrið- um í stjórnraálasögu vorri alt frá því, er landið gekk undir konung og fram til síðustu stundar. Er þar auðvitað nokkuð fljótt yfir sögu farið víða hvar og sönnunum og tilvitnunum slept. En bæði er að þetta var óhjákvæmilegt, ef ritið átti ekki að verða of umfangsmikið, enda líka nauðsynlegt til þess, að það gæti orðið nógu aðgengilegt fyrir alla alþýðu manna. Einmitt fyrir þetta hefir tekist að gera yfirlitið svo einkar greinlegt, að betri handbók er varla hægt að hugsa sér fyrir þá almúgamenn, sem þurfa að glöggva sig á þeim stjórnarfars- spurningum, sem nú eru efst á dagskrá þjóðarinnar. Og þess þurfa allir þeir, sem kosningarrétt hafa, og reyndar allir landsmenn yfirleitt, konur sem karlar, þar sem um er að ræða rétt og sjálfsstæði ekki að- eins núlifandi kynslóðar, heldur barna þeirra og niðja um ókomnar aldir. Ritinu var líka svo vel tekið, að fyrsta útgáfa þess seldist upp á örstuttum tíma og fengu færri en vildu. það hefir því orðið að prenta það upp aftur og munu því þeir, sem ekki tókst að ná í 1. út- gáfuna, nú geta fengið 2. útgáfuna — þó vér viljum engan veginn ábyrgjast, að hún sé ekki uppgengin líka, eða að minsta kosti verði það, ef menn láta lengi dragast að panta ritið. V. G. GUSTAV FREYTAG: INGVI KONUNGUR. Rvík 1906. Saga þessi er upphaf mikils sagnaflokks, sem heitir »Ættbálkur- inn« (»Die Ahnen«) einu nafni, og er þar rakin saga s^ttar einnar þýzkrar frá miðri 4. öld og alt til vorra daga. En í raun réttri er sagnabálkur þessi einskonar menningarsaga Þjóðverja alt í frá forn- eskju, klædd í skáldlegan sögubúning, og er því við brugðið, hve höf. hafi tekist vel að lýsa aldarhætti og menningu þjóðarinnar á ýmsum öldum. »Ingvi konungur« ber mikinn keirn of fornsögum vorum, enda er auðséð, að höf. hefir óspart haft þær fyrir augum og notað margt úr þeim. Sjálft söguefnið er fremur lítið, en þó hugðnæmt það sem það er. Aðalatriðið er lýsingin á aldarhættinum, sagan sjálf aðeins umgerð um þá lýsingu. þýðingin er eftir Bjarna Jónsson frá Vogi og er hún snildarlega af hendi leyst, málið á henni svo hreint og fallegt, að nautn er að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.