Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 37

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 37
37 Uppi yfir fjöllunum er þögull, heiðgrænn himinn. Kuldinn er bitur og nístandi, hjarnfönnin hörð og sindrandi. Undir snjónum hefjast upp hrikabelti ísþaktra, veðurbarðra kletta- hamra. Tveir risajöklar, tvær ægimyndir rísa sín hvoru megin út við sjóndeildarhringinn: »Ungfrúin« og »Finsteraarhorn«. Ungfrúin segir við nábúa sinn: »Hvað er í fréttum? Ihi ert betur settur til að sjá yfir það, sem gerist þarna niður frá.« þúsundir ára líða; — eitt augabragð! Og Finsteraarhorn svarar þrumandi: »Skýjaþyknið hylur jörð- ina; bíddu við! jþúsundir ára líða aftur; — eitt augabragð! »Og núna?« spyr Ungfrúin. »Nú sé ég frá mér; þarna niður frá er altaf eins . . . altaf sama málverkið. Pað er smágert og mislitt; vötnin blá, skóg- arnir dökkir, steinahrúgurnar gráar. Og kringum þessar hrúgur sjást altaf enn á kreiki þessi ljótu smákvikindi, þú skilur mig: þessi tvífættu smádýr, sem aldrei alt til þessa hafa getað peðrað þig eða mig.« »Mennirnir ?« »Já, mennirnir!« Túsundir ára líða; — eitt augabragð! »Og núna.?« spyr Ungfrúin. »Mér er nær að halda,« drynur Finsteraarhorn, »að það sjá- ist minna af smákvikindunum. Alt er nú ljósara orðið á litinn. Vötnin eru orðin minni um sig, skógarnir gengnir saman.« Og enn líða þúsundir ára; — eitt augabragð! »Nú er það ágætt,« segir Finsteraarhorn, »alt er orðið fag- urt, alt er orðið hvítt, hvar sem litið er yfir. Alstaðar er bless- aður snjórinn, rennisléttur snjórinn og ísinn. Tað er ágætt. Nú verður alt í kyrð. < »Guði sé lof,« svarar Ungfrúin. »En við erum víst búin að masa nógu lengi saman, karltetur! Nú er mál að sofa.« »Já, nú er mál að sofa.« Fjöllin heljarmiklu sofa, og himininn heiðskír og grænleitur sefur líka yfir jörðunni, sem sjálf er steinþögnuð um alla eilífð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.