Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 63
63
því einu, þó ekki væri annað. Ef ekki væri sérvizku-stafsetning Bjarna
á bókinni, mundi margur, sem gripi niður í hana, halda að hann væri
að lesa íslenzka fornsögu. V. G,
FRIÐRIK J. BERGMANN: VAFURLOGAR. Winnipeg 1906.
Svo nefnir höf. fyrirlestra nokkra eður erindi, er hann hefir flutt
við ýms tækifæri vestan hafs. Efnið í erindum þessum er margskonar.
og að flestu mjög hugðnæmt. Talsvert er þó af mærð og endurtekn-
ingum í bókinni, sem gerir hana óskemtilegri aflestrar en ella ; en rétt
sjálfsagt er, að fyrirlestrarnir muni þykja áheyrilegir, er þeir eru fluttir,
alþýðu manna. Það gerir, að yfir þeim er þægilegur blær, er getur
gert efnið hrífandi, er það er flutt af mælsku.
En auk þess sem málið á þessum »lestrum« er dálítið einfeldnis-
legt með köflum, og sumstaðar naumast rétt íslenzkt mál, þá verður
heldur ekki alls kostar felt sig við, hvernig höf. fer með efnið að
mörgu leyti. Hér er þó ekki rúm til að rekja það, enda ekki afar-
nauðsynlegt, því að bæði virðist höf. tala mest til Vestur-íslendinga,
og í annan stað getur enginn haft ilt af því að lesa bókina, þótt at-
huganir hans séu ekki alstaðar réttar.
Höf. verður skrafdrjúgt um illindisdeilur, óþarfa þras og ríg, er
ríki meðal íslendinga. þeirra er opinberlega koma fram, einkum blaða-
mannanna. Ætli það hafi verið sakir þessa, að sum blöðin heima
keptust við að flylja ádrepur úr þessari bók og hrósa henni — þá
gátu menn séð, að þau tóku það ekki til sín?! — Hann er og æst-
ur út af því, hve Islendingar séu »siðlaus« þjóð; hann segir vera
»leitun á jafnsiðlítilli þjóð og vér erum«, og kveður það vera siðleys-
ingjana er »myndi sögu hennar« (0: ísl. þjóðarinnar). Sem sönnun
þessa telur hann, að »fimti hluti allra barna, sem fæðast á fósturjörð
vorri, er óskilgetin« ! Dágóð röksemdafærsla, eða hitt þó heldur. Ann-
ars ætti hugsandi mönnum nú á tímum ekki að verða það á, að miða
eiginlegt »siðleysi« við fæðingu »óskilgetinná« barna, sem alt aðrar or-
sakir geta legið að.
En þó ýmislegt megi að bók þessari finna, þá nær þó berserks-
gangur ritdómarans í »Heimskringlu« gegn henni engri átt; því í henni
er margt gott og vel athugað. G. Sv.
ARAMÓT hins ev. lút. kirkjufél. íslendinga í Vesturheimi 1907.
III. ár.
Þetta rit er í ár með þeim betri ritum um andleg efni, sem ég
hefi séð þaðan að vestan um hríð. í því eru eigi allfáar ýtarlegar
ritgerðir, um mikilsverð mál, auk skýrslna um kirkjumálaþingin o. fl.
Ég vil t. d. benda á 2 greinar. Sú fyrri er eftir ritstjórann séra
Björn B. Jónsson og kallast »Framtiðarhorfur«; hún er um framtíðar-
horfur hins ísl. þjóðernis og ísl. tungu með íslendingum vestan hafs.
Þótt greinin sé mest skrifuð frá kirkjulegu sjónarmiði, þá hefir hún —-
eða efnið — þó almennari þýðingu, því að hér er um að ræða, hvort
íslendingar muni til lengdar geta haldið sér sem sérstök þjóð innan
um aðrar þjóðir. Og höf. kemst að þeirri niðurstöðu, er ég álít alveg
rétta, að engin tök séu á því. íslendingar, eins og flestir aðrir þjóð-