Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 27

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 27
27 að skilja, að sjálft mannkynslífið, gegnum mannkynssöguna, er háð lögum — þróunarlögunum. Hin fyrsta náttúrlega afleiðing þessa lagagildis hefir verið sú, að guð hefir losnað við gömlu gerræðisfrægðina, að skelfa fólk, og kemst í samband við hið reglubundna og skaplega skipulag heimsins. Heim- ur, sem stjórnað er í smáatriðum eftir fast niðurskipuðum lögum, opin- berar margfalt háleitari speki, umhyggju og almætti, en sá heimur gat gert, þar sem guð stöðugt varð að sjá sínar eigin ráðstafanir að engu hafðar, og fyrir því þurfti á hverri stundu á yfirnáttúrlegum kraftaverk- um að halda, til þess að alt færi ekki aflaga og mönnunum yrði í skefjum haldið. Guðshugmyndin missir við lagagildið einkenni hegn- ingarinnar, hins harðdræga og skuggalega endurgjalds, það einkenni, sem allir hinir gerræðisþrungnu og skelfilegu hegningardómar höfðu eignað honum. Og ennfremur — þá speki, sem hefir niðurskipað öll- um þessum lögum, getur mannleg hugsan ekki framar sameinað við kotmannlegar ástríður, t. d. hatur, hefndargirni og grimmúðuga gleði af þjáningum hans sköpuðu skepna! Nú. er ekki framar hægt að saurga guðshugmyndina með því, að eigna heilni mannlega vonzku í stórkostlegum mæli (sbr. »Fyrsti trúvilludómarinn«). Enda þótt lagagildið væri viðurkent í hinni líflausu sköpun, urðu menn þó jafnskelkaðir við kenningu Darwíns sem Kóperníkusar. Framþróunarkenninguna í heild sinni skoða víst margir enn óvinveitta kristindóminum. En að svo miklu leyti sem ég fæ séð, kemur þetta til af því, að menn hafa hausavíxl á árangri náttúrurannsóknanna og ágizkunum og fræðikenningum — persónulegum trúarskilningi þeim, sem margir framþróunarkennendur hafa sjálfir myndað sér. Þetta er þó ólögleg aðferð við vísindin. Vlsindin geta ekki haft ábyrgð á fræðikenningum eða trúarskoðunum iðkenda þeirra. Ef vér að eins höldum oss við þann árangur, sem smátt og smátt vinst og áreiðanlega hlýtur viðurkenningu, munum vér brátt sjá, að ætlunarverk hans er að veita söfnuðunum sannari og dýpri tök á kristindóminum, með því vísindin varpa nýju og skærara og dýpra ljósi yfir kenningar Krists. Hin fyrsta áþreifanlega verkun, sem framþróunarkenningin hefir haft á alt andlegt líf Norðurálfunnar, er, að hún hefir vakið til lífs trúna á framför og framkvæmt hana verklega. Framþróunarkenningin er kenningin um stöðuga framför frá hinu lægra til hins hærra, frá hinu ófullkomna til hins fullkomnara og full- komnara. Hið miður góða getur ekki þrifist gagnvart hinu betra. Hið lakasta, þróttminsta verður fyr eða síðar að rýma sæti fyrir hinu betra og þróttmeira, En þessi staðreynd er ákaflega víðtæk í sið- ferðislegu tilliti. Alt í einu er loku fyrir skotið, að hið lélega geti til lengdar staðið hinu betra á sporði. Því meira viðfangs og námsefni sem mennirnir og mannlífið verður, því betur kemur það í ljós, að laklegt og gott í slíku sambandi kemur ekki síður til greina í hinum siðferðislega heimi en í náttúrulífinu. í*að er með öðrum orðum, að hið vonda fær ekki til lengdar staðið hinu góða á sporði, því síður sigrað það. Við ljós vísindanna sést það þá, að hið góða sigrar að lokum, og að þessi lokasigur hvílir eigi að eins á stjórnarbyltingu —-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.