Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 61

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 61
6i kastað þó nokkru, áður en einhver annar yrði fyrri til þess. Þegar ég haustið 1844 hafði lokið háskólanámi mínu, tók ég því að fást við praktisk lögfræðisstörf, og féll mér það ágætlega; en einum 3 árum siðar var ég án vitundar minnar og vilja skipaður prófessor. Sérstak- ar kringumstæður gerðu mér ómögulegt að neita þessari stöðu, en það var mér frá upphafi ljóst, að með þeirri skipun væri fótum kipt undan ánægju minni í lífinu, enda varð og sú reyndin á. Ég hefi aldrei getað sætt mig við kennarastöðuna og því ekki getað unnið með reglu- legri ánægu í henni og úttaugað mig um aldur fram, og ekki afkast- að nærri eins miklu, eins og ég mundi hafa getað afkastað £ tóm- stundum mlnum í stöðu, sem átt hefði við mig. Fyrsta rit mitt viðvíkjandi sögu íslands kom út árið 1852. í’að hefir að líkindum orðið til þess, að Jón Sigurðsson, sem ég þá ekki þekti neitt persónulega, sendi mér ritgerð sína um landsréttindi íslands (»Om Islands statsretlige Forhold«) árið 1855. Sá ágreiningur, sem þar um ræðir, vakti hjá mér lifandi áhuga, og ég greip með gleði tæki- færið til að geta notað vísindaiðkanir mínar, sem lágu svo fjarri heima- högunum, í praktiska átt og þarfir máls, sem einmitt var brennandi. Haustið 1857 dvaldi ég svo alllangan tíma í Kaupmannahöfn og komst þá í nánari kynni við Jón, sem urðu enn meiri árið eftir við ferð mína til íslands; og eftir heimkomu mína þaðan ritaði ég allgreinilega um þennan ágreining (1859), og sem framhald af því ritaði ég svo síðar (1870 og 1874) nokkrar fleiri greinar. Ég hefi aldrei ritað neitt með meiri unun en þessar deiluritgerðir; að ég gat ritað þær, á ég Jóni Sigurðssyni að þakka, sem var óþreytandi í að útvega mér öll þau gögn, sem ég þurfti á að halda, án þess að taka sér það nokkuð til, þó ég jafnan fylgdi minni eigin sannfæringu, og í mörgum atriðum væri á annarri skoðun en hann. Hann sendi mér t. d. meðan hann lifði Alþingistíðindin, sem gerði mér mögulegt að fylgjast nákvæmlega með umræðunum á þingi, og mynda mér mína eigin skoðun af þeim. En hin ramma óánægja með stöðu mína hefir ekki einungis gert mig gamlaðan og hruman um aldur fram, heldur líka orðið til þess, að ég hefi einangrað mig og orðið þunglyndur. Heimilislíf mitt er það eina, sem ég hefi haft ánægju af, sem aðeins missir þriggja sona hefir varpað skugga á, og lézt hinn síðasti þeirra fyrir 6 árum nærri þrí- tugur. Hann var fluggáfaður og hinn gjörfulegasti í hvívetna; honum unni ég mest allra minna barna. Sorgir hefir mig þannig ekki vantað og við innri ró og frið hefi ég lítt orðið var. Én ég hefi reynt að gera skyldu mína í lífinu og að láta ekki yfirbugast af sorgunum. En nú verður þess líklega ekki langt að bíða, að allri baráttu og sorgum verði lokið. Með hjartans kveðju Yðar ávalt eiglægur K. MAÚRER. Aths. Með því að bréf þetta er svo merkilegt, þar sem það skýrir svo vel skoðun Maurers sjálfs á lífsstarfi hans og æfiferli, höfum vér álitið sjálfsagt að lofa því að koma fyrir almennings sjónir. Virð- ist oss slíkt ekki geta komið £ bága við ummæli Maurers í bréfinu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.