Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 17
17
hræsni. Innócentíus VIII. gerði alla borgaralega embættismenn ræka
úr kirkjufélaginu, sem ekki höfðu fullnægt dómum trúvillurannsóknar-
innar innan 6 daga, enda þótt umsóknir þessar væru enn viðhafðar.
f>að var þó fyrst á 13. öld, að kúgunarreglur kirkjunnar náðu
fullum þroska og hinar miklu ofsóknir brutust út. Ný tímamót ’nefjast
um þessar mundir í framþróun kaþólsku kirkjunnar. Afturhaldsstefnan
heldur nú fyrir alvöru innreið sína í kristnina.
Ég skal aftur taka það fram, að tilgangur minn er að eins að
sýna, hve hörmulega kirkjunni tókst að skilja og tileinka sér kenningar
Krists og að lifa samkvæmt boðum hans, meðan öll frjáls rannsókn
og frjáls notkun skynseminnar og mannvitsins var bönnuð. Hinsvegar
veit ég vel, að sé einhliða á þetta litið, fær maður ranga hugmynd
um áhrif kirkjunnar á menningarþroskann. Vil ég láta þess getið, að
þrátt fyrir sínar stóru og miklu syndir hafði kaþólska kirkjan stórvægi-
leg mentandi áhrif á 12 fyrstu aldirnar. Hún safnaði hinum ósam-
kynja siðlausu þjóðflokkum í eitt trúfélag með háleitu markmiði, kendi
þeim að kannast við vald, sem voldugra er en hervald og hnefaréttur.
Hún dró úr og afnumdi að lokum þrælahaldið, og tók að sér þá, sem
ójöfnuði sættu í mannfélaginu. Hún kendi þeim friðsamleg störf og
margt annað í menningaráttina.
Sem fyr er sagt, hafði kirkjan kúgunarkerfi sitt frá byrjun 13.
aldar. Innócentíus VIII. setti rannsóknardóminn á laggirnar árið 1 208.
Og 1209 hófst niðurbrytjun Albígensanna. 12x5 lagði 4. Lateran-
sýnódan fyrir alla valdsmenn, að »ef þeir vildu teljast rétttrúaðir,
skyldu þeir opinberlega sverja, að þeir vildu vinna að því af öllum
mætti, at útrýma úr löndum sínum öllum, er kirkjan hefði brenni-
merkt sem villutrúarmenn.
Hið sterkasta ímyndunarafl vorra tíma getur varla gert sér grein
fyrir hinu ískalda og grimmúðlega tilfinningarleysi fyrir þjáningum ann-
arra, sem smátt og smátt óx fram úr þessu ofsóknarofstæki, og setti
sig 1 þann sess, sem kærleikanum til bræðranna var ætlaður.
Pað var ekki þessi æðislega grimd, sem samfara er hernaðarlífinu.
Það var blátt áfram þrælmenska, gagnhugsuð grimd, framin með köldu
blóði, og fyrirskipuð af jarli Krists hér á jörðunni. Og þótti hún
góðra gjalda verð. Þriggja ára syndalausn var þeim heitin, sem án
þess að vera rannsóknardómari hjálpaði til að draga villutrúarmenn
fyrir dómstólinn. Alt var þetta samfeld afneitun kærleiksboðorðsins.
Andstygð ofsóknanna þekkja menn svo vel og þeirra gersamlega
andstæði við boð Krists er svo deginum ljósara, að hér þarf engrar
frekari útlistunar við. Að eins vil ég tilfæra tvent frá seinni tíð of-
sóknanna. Og má af því marka á hve ógurlega hátt stig affærslan
náði frá því sem Kristur hafði boðið.
Næn'i þykir láta, að á ríkisstjórnarárum Karls V. hafi 50,000 manna
verið slátrað í Niðurlöndunum (Grótíus segir 100,000) og á dögum
Filips II. að minsta kosti 25,000. Ekkert það ódæma afskræmi var
til, að kirkjunni ofbyði. 16. febr. 1568 dæmdi rannsóknarrétturinn
alla íbúa Niðurlandanna til dauða fyrir villutrú. Að eins
fáir nafngreindir menn voru undanskildir. Filip II. staðfestir dóminn
10 dögum seinna, og bauð að framkvæma hann. xÞrjár miljónir