Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 69
69 stjórnar (1262—1662); IV. einveldistímabilið (1662—1874) og V. síðara tímabil |)ingbundinnar konungsstjórnar. Síðasti (VI.) kaflinn er um núverandi ríkisafstöðu Islands, og kemst höf. þar að þeirri niðurstöðu, að lagalega sé ísland samkvæmt öllum ríkisréttarreglum full- veðja ríki í konungssambandi við Danmörku. Hinn eini lagalegi grundvöllur fyrir sambandi Danmerkur og íslands sé nefnilega Gamli sáttmáli, sem aldrei hafi verið lír lögum numinn og því sé enn í fullu gildi. Stöðulögin frá 1871 geti ekki með neinu móti talist gild á íslandi, því íslendingar hafi mótmælt þeim, og ríkisþingið enga heimild haft til slíkrar löggjafar fyrir Island. Með stjórnarskránni 1874 hafi konungur slept einveldi sínu í íslenzkum sérmálum, en í öllum öðrum málum (hin- um svo kölluðu »sameiginlegu málum«) sé hann enn einvaldur og ráði þar einn lögum og lofum án tillits til alþingis. Hann hafi því meðal annars einn stjórn allra ulanríkismála íslands, sem í framkvæmdinni verði vanalega sama sem að stjórn Dana stýri þeim. fó gildi sáttmálar, sem Danmörk geri við önnur ríki, ekki fyrir ísland, nema það sé tekið fram í þeim sérstaklega og það tilkynt íslendingum af ráðherra íslands. Stundum geri og ísland beinleiðis samninga við útlend ríki, einsog sjá megi af vitalögunum frá 10. okt. 1879 og nú aftur af hinum nýju vitalögum frá 1907. Og þar sé meira að segja Danmörk sjálf talin með utlendum ríkjum. í þeim málum öðrum, sem ekki liggja undir verkahring alþingis samkvæmt stjórnarskránni, hafi ríkisþing Dana heldur ekki neitt löggjafarvald, og geti því ekki samþykt lög, er gild sé á íslandi. Sem dæmi þessa megi nefna, að dönsk lög um hlutleysi í ófriði séu ekki álitin gild á íslandi, heldur séu í hverju einstöku tilfelli sam- hljóða lög lögð fyrir alþingi til samþyktar (eins og t. d. um bann gegn innflutningi vopna til Krím og um hlutleysi í ófriði Rússa og Japana). fað sé og sönnun fyrir sjálfstæði íslands, að það standi ekki í tollsambandi við Danmörku. Island hafi sína sérstöku tollalöggjöf út af fyrir sig og tollar séu þar lagðir á danskar vörur jafnt og annarra landa. Þegnrétturinn geti heldur ekki verið hinn sami á Islandi og í Daamörku, þó svo sé látið heita. í’etta sé ljóst af því, að danskir embættismenn, sem fá embætti á Islandi, verði að vinna eið að stjórnarskrá Islands; en þá hljóti þeir líka sam- stundis að vera leystir frá þeim eiði, er þeir áður hafi unnið að grundvallarlögum Dana, því náttúrlega geti sami maðurinn ekki samtímis hlýðnast tvennum lögum íafnólíkum og þessum. Þetta geti því að eins staðist, að hér sé um tvö ríki að ræða og sinn þegnrétturinn í hvoru, þó bæði lúti sama konungi. Þetta sé líka ljóst af því, að í Danmörku sé þingbundin konungssjórn í öllum greinum, en á Islandi í sérmálum einum. Að ríkin séu tvö en ekki eitt, sjáist líka af því, sem Guðm. Hannesson hafi þegar tekið fram í »Afturelding«, að einveldið hafi bæði komist síðar á á Islandi og verið síðar afnumið þar. En óhugsandi að sami konungurinn geti í einu verið bæði þingbundinn og einvaldur í sama ríkinu. Að alþingi hafi með stjórnarskrárbreytingunni 1903 samþykt, að ráðherra Is- lands skyldi bera íslenzk málefni upp fyrir konungi í ríkisráði Dana, telur höf. mjög óheppilegt, en virðist nánast álíta það markleysu eina, þar sem alþingi hafi með öllu brostið heimild til að samþykkja slíkt ákvæði, er snerti ríkisráð annarrar þjóðar. Undirskrift forsætisráðherra Dana undir skipun íslenzka ráðherrans telur hann að- eins sýna. hvernig Danir líti á afstöðu Islands til Danmerkur. Bókin er yfirleitt skýrlega og skarplega rituð og höf. hefir auðsjáanlega gert sér far um að kynna sér allar heimildir rækilega, og vinsa það úr skoðunum annarra, sem honum hefir fundist réttast. Mun hann þar víðast hafa á rétt ratað, en þó getur út af því brugðið, eins og t. d. þar sem hann á bls. 23 felst á skýringu Gísla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.