Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 51

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 51
5i 5. fó að Loðinn leppur með sínum mikla rosta héldi þvi fram, að alþingi mætti ekki setja sig á móti vilja konungs, þá er það engin sönnun fyrir því, að alþingi hafi ekki haft löggjafarvald. Pví fyrst og fremst er alls eigi víst að ummæli hans hafi verið í samræmi við skoðun konungs, og þó svo hefði verið, þá er ekki unt að byggja á því, hverju annar málsaðilinn kann að halda fram, þegar tveir deila um völdin, — ekki sjálfsagt að sá hafi ætíð rétt fyrir sér, sem frekastur er í kröfunum. Álit alþingis er hér miklu sterkari sönnun en álit Loðins lepps, og það bæði áleit, að það hefði enn löggjafarvald, og framfylgdi því líka í verkinu. Og það varð bæði Loðinn og konungur að gera sér að góðu, enda mun konungur aldrei hafa til annars ætlast. 6. Vér sjáum ekki, að rétt sé að saka herra S. G. um það, þó hann hafi notað hina íslenzku útgáfu af riti Jóns Sigurðssonar, þegar hann er að rita um málið á íslenzku, heldur að það hafi verið sjálfsagt. fví þar sem Jón Sigurðsson hefir sjálfur annast um íslenzku útgáfuna, þá er nægileg trygging fyrir því, að hugs- un hans komi þar óbrjáluð fram. Það er því auðsætt, að J. S. hefir með dönsku orðunum »der indfort ved speciel Lov« aldrei meint annað en »lögtekið þar sérílagi«. Hann mátti bezt vita, hvað hann meinti með þeim. 7. f*ar sem herra Orluf getur þess, að Island hafi áður en einvaldsstjórn komst á verið kallað »innlimað land« í bréfi Frið- riks III. 1649, þá ber þess að geta, að orðin »eins og í öðrum löndum, sem innlimuð eru ríkjum þessum« (lige ved andre disse Riger incorporerede Lande) má eins vel og öllu fremur skilja á þann veg, að Island sé ekki talið með hinum innlimuðu löndum, heldur aðeins farið fram á, að íslendingar sverji hollustueið og fylgi í því efni dæmi hinna innlimuðu landa, þótt Island sé ekki í þeirra tölu. En þótt ekki væri þessum skiluingi til að dreifa, þá getur hér ekki verið átt við nokkra aðra innlimun en þá, sem verið hafði frá öndverðu o: að landið laut sama konungi. Hinum hörðu orðum í garð herra Guðmundar Hannessonar ætlum vér honum sjálfum að svara, og látum því þess eins getið, að herra Orluf hefir tæpast þau gögn í höndum, að hann sé bær um að skera úr því, hvort ummæli herra G. H. eru sönn eða ekki. 9. Rúmsins vegna verðum vér að láta ummælum herra Orlufs um þjóðfundinn 1851 að mestu leyti ósvarað, þótt ekki skorti þar 4’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.