Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 23

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 23
23 lengra inn í þegnfélagslífið, ekki að eins hið trúfræðislega, heldur og hið borgarlega. Því má það þakka, að lögin ná jafnt til allra manna, að réttindi borga og sveita og jafnvel landstjórna hafa aukist meir og meir, að þeir menn, sem oft var farið með fremur sem dýr en menn, náðu mannstigninni, lærðu að bera virðingu fyrir sjálfum sér, og gafst kostur a að afla sér æðri hugsjóna; að ábyrgðar tilfinning Norðurálf- unnar hafði vaknað gagnvart þeim mannfélagsflokkum, sem lægstir standa, og hefir knúð þjóðirnar til að afnema þrældóminn smátt og smátt í öllum nýlendum Norðurálfunnar og í Vesturheimi. Þessi umbreyting á skilningi bræðraþelsins hefir ennfremur vakið eldlegan áhuga manna á hjálpfýsi. Á vorum dögum ganga menn með mikilli ósérplægni í . baráttu fyrir ánauðuga menn og réttlausa bæði innanlands og utan, sem að miklu leyti jafnast á við sjálfsfórn píslarvott- anna fyrir trú sína. Á Rússlandi endurtekur sig að vissu 'leyti fram- för Norðurálfunnar samandregin í eitt. Þar sjáum vér það bezt. Hvað hið eina orð Síbería rúmar af hugprýði og ósérplægni til að afstýra kúgun og rangsleitni, það veit enginn nema guð einn. Hjá hinum kúguðu mannflokkum hefir það vakið til lífs þrá til að hefja manngildið, sómatilfinninguna og virðinguna fyrir sjálfum sér, sem ekki má án vera, til þess að mennirnir nái æðri ákvörðun. Vel veit ég að hreyfingu þessari er samfara mikil vonzka og hatur; en það er þó sannleikur, sem ekki verður út skafinn, að hreyf- ingin sjálf stefnir að hinu æðsta og dýrðlegasta jarðneska markmiði, að efla bræðraþelið manna á milli. f>að er oss kristnum mönnum að kenna, að þessi ánauðar-lausn- arhreyfing oft er rekin af ókristnum mönnum. Hefðu kristnu kirkjufélögin tekist á hendur starf þetta, í stað þess að þrátta um trúarjátningar, já í stað þess á sínum tímum að rísa andstæð móti lausninni og jafnréttinum, mundu þau hafa haldið uppi heiðri kristindómsins. En nú hafa þau svikist um þetta ætlunarverk sitt. En þroskakraftur kirstindómsins varð ekki stöðvaður. Bróður- hugsunin hlaut að ná sér niðri á annan hátt, þangað til kristnir menn vöknuðu til skilnings á skammsýni sinni, og könnuðust við skyldu sína. Á 18. öld gerði Adam Smith þjóðmegunarfræðina að sannarlegri vísindagrein. Eftir hans daga tók hún miklum framförum í höndum framúrskarandi manna, sem ósjg.ldan voru ekki-kristnir menn, eða þá ákveðnir guðleysingjar. Afleiðingin af því varð, að úr kristinni átt lenti á sjálfa vísindagreinina nokkuð af óvild þeirri, sem fríhyggjumenn- irnir vöktu. Ég skal með öllu láta ósagt, að hve miklu leyti óvild þessi var verðskulduð í einstökum greinum. Tilgangur minn með því að gera þjóðmegunarfræðina að umtalsefni, er að eins sá, að benda á þann gróða, sem kristindómurinn hefir náð í af tilraunum hennar til þess að komast í skilning um náttúrulög þjóðfélagsins. Hin óvísindalega þjóðmegunarfræði fyrri tíma gekk út frá því, að allur auður væri gull, og sú setning varð aðalatriðið í verzlunar- löggjöfinni. Éað leiddi til þess, eð búskaparhagsmunir tveggja þjóða komu gersamlega í bága hvorir við aðra, þannig að auður og vel- farnan hvers lands var komið undir ófarnan og tortíming hins, með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.