Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 15

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 15
i5 Jesúreglunnar »frjálsa« samhæfi við sannleikann hefir stefna þessi náð fullum þroska. Tæpast eru það öfgar, að ætla með einum nýtízku rithöfundi, að þessi meðferð á sannleikanum »hafi viðgengist þangað til sjálf tilfinningin fyrir sannleika og sannleiksást sýndist þorrin úr hug- um manna. Með því nú valdsmenn kirkjunnar lögðu dóm á, hveiju trúa skyldi um hina náttúrlegu heimskipun, var loku fyrir það skotið, að hinn leitandi, sannleikselskandi vísandalegi andi gæti hreyft sig frjálslega, og andæft þessum lyginnar anda, sem kipti undirstöðunni undan öll- um kristindómi. Svona varð að fara sannleiksandanum, þá er öll vlsindaleg rann- sókn og frjáls andleg framþróun var niður bæld. »f’ú átt að elska drottinn guð þinn af öllu hjarta þínu«. f>að var hið fyrsta boðorð Jesú. Hvernig lifðu menn eftir þessu boðorði alla þá tíð, sem gæzlumenn trúarinnar héldu mentuðum mönnum allrar Norðurálfunar hneptum undir skelfistjórn bálsins og pyndinganna ? Ég vil reyna að lýsa guði miðaldanna eins og allur þorri hlaut að hafa hugsað sér hann. Mun það þá koma í ljós, að þær tilfinningar, sem hann vakti, líktust meir vitstola hræðslu en kærleika. það er einkennilegt, hjá lítt þroskuðum þjóðum, að aðaleinkenni guðdómsins er reiði, ekki kærleikur. Éað er alla jafna hið hræðilega, það sem raskar venjulegri skipun náttúrunnar, sem vekur hjá þeim til- finningu um nærveru og almætti guðs. Miðaldamennirnir heyrðu rödd guðs sérstaklega í jarðskjálftunum og hernaðinum, hugursneyð og drep- sóttum. Miðaldamennirnir heyrðu ekki — eins og spámaður Gyðing- anna — rödd guðs í hægum vindblæ. Auk þess voru allar þessar skelfingar skoðaðar sem refsidómar, er gengu jafnt yfir seka sem sak- lausa, og án þess menn vissu, hvernig á þeim stæði. Þjakaðri sam- vizku fanst því eðliseinkunn guðs fremur gjörræði en réttlæti. Þegar vér svo bak við þennan gjörræðis-guð sjáum hið eldgjós- andi helvíti miðaldanna opnast, þar sem vellandi brennisteins straumur elur bálin, þar sem hæðnisköll djöflanna taka undir við örvænt- ingarkvein fordæmdra, kunngerandi, að engin svíun, engin hvíld, engin von sé hugsanleg um eilífð eilífðanna. — Þegar vér minnumst þess, að á þennan stað og til þessara kvala sendi guð miðaldanna ekki glæpamennina, sem þrátt fyrir djöfullegt athæfi sitt ekki hafði sært réttlætistilfinningu þeirra tíma — fyrir öll slík illverk gátu fantar keypt syndalausnarbréf hjá kirkjunni, eða þeir gerðust sporhundar fyrir kirkj- una á villutrúarmenn, til að komast í mjúkinn hjá henni —, heldur allan þann aragrúa, sem ekki lifði innan frelsandi vébanda rómversku kirkjunnar: þá er þetta með öðrum orðum, að þessi guð hafði eigi að eins skapað aragrúa til þess, að kveljast í helvíti, með því hann hafði aldrei gefið þeim kost á frelsinu, heldur steypti hann oft beztu og veglyndustu og ósérplægnustu mönnum þar niður, ef trúarskoðun- um þeirra mismunaði smávægilega við kenningu kirkjunnar, t. d. að borða kjöt á föstudögum — enda þótt afhvarfið væri sannleikur, deg- inum ljósari. Og — svo vér nefnum það sem viðbjóðslegast var — þessi staður var ætlaður ungbörnum, sem ekki höfðu hlotið skírn, já jafnvel ófæddum börnum, sem dóu í móðurlífi. »Ég efa alls ekki, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.