Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 72
72 og ýms heilræði, sem að haldi koma Skal nokkurra getið hér, sem tekin eru úr bókinni af handabófi. Ef maðr hefir þrota í andliti ok verk í höfði eðr hósta ok þrýstir opt vinstri hendi fyrir brjóst sér ok kroppar opt um nasraufar sínar, sá maður mun deyja. Ef ormur skríðr í mann sofanda, þá tak hleif súran, svo heitan, sem úr ofni kemr, ok brjót í sundr ok legg við tvo vega ok þrýst fast, þá mun hann úr fara. Ef hár eðr skegg skortir, þá tak hár, er vaxa innan læris ösnum ok um vetr- um finnast, en um sunirum eigi; brenn þau ok tak duptina ok blanda við oleo fornan af oleotré ok smyr með því þat, er þú vilt. f*að stoðar svo mjök, þó at þú ríðir því á konu kinn, þá mun gróa ok hár vaxa. En við augum: tak gáshauks saur ok stappa við vín í mundlaugu ok hun- ang, þat er við augun gott. Við augna verk tak kloflauk ok rafanum ok salt ok bik eðr tjöru ok vell alt saman ok gjör af plástr ok legg við, þá mun batna. Við kveisu tak brennustein ok atarmatu ok dúfnasaur, alt jafnmikið, ok stappa við hunang ok súrt vín ok bitt við. Ef þú vilt hepta þik við lostasemi, tak gras þat, er ruta heitir, ok etydolia, þá mun linast. í formálanum er glöggur samanburður á þessari og öðrum eldri lækningabók- um íslenzkum við danskar og norskar bækur, þær er áður er getið. I eftirmálan- um lýsir útg. skinnritinu og þar getur að líta ljósmynd af tveim blöðum þess. Par er og skrá yfir orð, bæði af dönskum og norskum uppruna og íslenzk fornyrði, sem í bókinni eru. J. Sig. KONUNGS ANNÁLL er kominn út í nýrri útgáfu eftir dr. H. Buergel Goodwin í Uppsölum, og er annállinn þar prentaður algerlega stafrétt og öll bönd og stafamyndir handritsins sýnt svo nákvæmlega sem unt er með prentletri. Og framan við textann er ákaflega lærður inngangur. — Orðið í vísunni, sem um ræðir bls. 16—17, og sem dr. B. G. hefir lesið sem »heddamjótt«, en dr. Kálund álítur að lesa eigi »hreddamjótt«, á náttúrlega að vera »herðamjótt«. Skýring Ei- ríks Magnússonar, að »heddamjótt« sé sama og »haddamjótt« (af haddr = hár) er fjarri öllum sanni. Lestur dr. Kálunds er auðsjáanlega alveg réttur að öðru leyti en því, að r-teiknið yfir e-inu táknar hér að lesa eigi er, en ekki ref eins og Ká- lund hefir haldið. Teiknið gæti auðvitað táknað hvort sem væri, en bæði sam- bandið og myndin, sem stendur yfir vísunni, sýna, að hér á að lesa »herðamjótt«. V. G. UM KRÁKUMÁL hefur dr. Finnur Jónsson ritað í ritsafn Vísindafélagsins danska 1905 nr. 2. Um fornkvæði þetta hafa margir fjallað og eigi orðið á eitt sáttir um uppruna þess né aldur, Sumir álíta það ort af Ragnari loðbrók sjálfum, sumir af Áslaugu konu hans eða af öðrum skömmu eftir dauða hans; aðrir, að það sé danskt kvæði eða norskt frá 12.—13. öld, og enn aðrir, að kvæðið sé ort á Orkneyjum um 1150 —1200. Rafn skiftir kvæðinu í tvent og ætlar fyrri hlutann ortan af Ragnari loð- brók, en síðari hlutann litlu seinna. Pykist hann geta sannað það með ýmsu og markar það einkum á kveðandi, máli, orðaröð, efni og meðferð kvæðisins, að það sé ort á þeim tímum. — G. Storm hyggur kvæðið upprunalega ort í Danmörku eða Noregi, en síðar hafi það verið ort upp á íslandi. F. J. leitast við að sanna í ritlingi þessum, að kvæðið sé ort af einum manni á sama tíma. Rímið er eins á öllu kvæðinu, málið svipað, heiti og kenningar sams-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.