Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 16
i6 til séu börn, sem ekki eru fingurhæð á lengd, er brölta um á gólfinu í helvíti«, segir gamall guðfræðingur. Miðalda-guðinn var þó eigi að eins látinn dæma fjölda þeirra, er hann hafði skapað, til eilífra kvala. Hann lofaði líka að auka sælu hinna fáu, sem hólpnir urðu, með þvi, að lofa þeim að vera sjónar- vottar að kvölum hinna fordæmdu frá paradísarsælunni. Kirkjufaðir- inn Tertúllían, sem þó var guðhræddur og mannúðlegur maður, lýsir þessari gleði út í æsar. Skyldi það vera tálsigi fyrir rétttrúaða menn, svo þeir því fremur höfnuðu sjónleikum höfðingjanna: »Hve undra mikilfengleg verður ekki sjón þessi!« segir hann, »hve hissa verð ég ekki? Ég fæ ekki varist að veltast um af hlátri: Hve mun ég ekki klappa lof í lófa! Hvílik sigursjón, að sjá svo marga nafnfræga kon- unga, sem ætlað er að séu á himnum, stynja ásamt Júppíter, guði þeirra, í yztu myrkrum helvítis«. Þá er kirkjufaðirinn hefir haldið þannig áfram stundarkorn, segir hann: »Jafnvel í trúnni geta rétttrú- aðir notið þessarar gleðisjónar, því ímyndunarafl þeirra getur gert hana nálæga.« Nærri má geta, að fyrst annar eins maður og Tertúllían gat skrifað þannig, þá muni trúvillingadómari nokkur hafa þózt hafa heim- ild til að kalla guð »fyrsta trúvillingadómarann«. En skiljanlegt verð- ur það þá líka, að þrá miðaldanna eftir línkind, er athvarf væri í þessum skelfingum, bjó sér til nýjan guðdóm, Maríu mey, er rnenn- irnir mættu treysta og elska í stað guðs. því kærleika, án þrældóms- ótta, er fylla má hug og hjarta, gátu miðaldamennirnir aldrei látið guð sinn blása mönnum í brjóst. Og þó var þetta Krists fyrsta og stóra boð. En hitt er þessu líkt: «Þú átt að elska náunga þinn sem sjálf- an þig.« Pað sem heiðingjunum þótti rnestri furðu gegna, var það, hve kristnir menn elskuðu hver annan. »Sjá, hversu þeir elskast«, sögðu þeir. En þetta stóð ekki lengur en til 4. aldarinnar. Éá sögðu heið- ingjarnir: »Ekkert villudýr er æðisgengnara en kristnir menn með mismunandi trúarskoðunum.« Frá þeim tíma (o: frá 4. öld e. Kr.) er sú kenning varð ríkjandi í kirkjunni, að frelsi væri hvergi að fá nema í skauti hennar, gætu menn ætlað, að fyrsta boðorðið helði hljóðað: xÞú átt að hata óvin þinn«. Og óvinir voru allir, jafnvel hinir nákomnustu, sem ekki trúðu því nákvæmlega, sem kirkjan kendi, og eigi voru henni sammála. Svo fullkomlega umhverfði trúarofsinn kærleiksboðorðinu. Og nú hófust hinar grimmilegustu ofsóknir. Á fyrstu öldunum var það alment álitið svo — og Tertúllían leggur mikla áherzlu á það —, að hvernig sem á standi megi kristinn maður alls ekki vega mann, hvorki með því að vera orsök í dauða- hegningu hans, eða gerast dómari hans, ganga í herþjónustu eða vera böðull. En er kristindómurinn komst til valda í heiminum, fengu leik- menn ekki gætt þessarar reglu. En klerkur varð að sæta hegningu kirkjunnar, ef hann, um leið og hann dró glæpamann fyrir dóm, sótti ekki um, að hinum seka yrði ekki hegnt á lífi eða limum. Áheyri- legt er þetta. En eftir því sem umburðarleysið magnaðist, og blóð- ugar ofsóknir hófust, varð þessi ákvörðun ekki annað en viðbjóðsleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.