Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 8
8
skyldu menn t. d. vera að heita á Njörð til að íá logn, þegar
menn hafa þau töfraorð, sem Óðinn hefir kent þeim til að kyrra
sjó? »Betra er óbeðit, en sé ofblótit, ey sér til gildis gjöf« sögðu
dýrkendur Óðins; þeir virðast hafa dýrkað hann með afreksverk-
um í orustum, er sendu hergarpa hundruðum saman til Valhallar,
en sjálfsagt líka með því að beita hæfileikum sínum á hvern þann
hátt, er sýnt gat, að þeir neyttu þeirra gjafa, sem Óðinn hafði
gefið þeim.
Trúin á Óðin er jafngreinilega einstaklingstrú, eins og dýrkun
Bórs tengir menn saman í félög eða flokka. Pess vegna eru
líka þau nytja- og spekiráð kend við Óðin, er vér sjáum í því
orðskviðasafni, sem menn þegar fram liðu stundir hafa brætt sam-
an við trúsagnaefni í Hávamálum. En í hetjusögnunum er fram-
koma Óðins öll önnur og alveg gagnstæð; hann hegnir þar hin-
um sviklynda konungi, sem hefir hlífðarlaust brotið sér braut með
tállyndi og svikum gegn öllum sínum nánustu ættingjum: t. d.
Geirröði, Heiðreki og Ivari víðfaðma. Þessa er vert að geta, af
því sumir trúfræðaritarar hafa tilhneiging til hreint og beint að
neita því, að hinir heiðnu guðir hafi verið nokkurs virði fyrir siða-
lögmál manna. Þess ber að geta, að í vissum sagnaflokkum er
Óðinn látinn halda uppi hinu guðdómlega siðalögmáli gegn þrjózku-
fullum og eigingjörnum mönnum. En hins vegar verður því þó
eigi neitað, að sá, sem með óbilgirni og ósvífni vildi fá óskum
sínum framgengt, gat notað margar hugmyndir um Óðin sér til
stuðnings og afbötunar.
Pá er að minnast á þá hlið Óðins, að hann drotnar í dánar-
heimum. Pað dugar ekki að skoða hana sem undirrót sambands
hans við manninn; það dugar ekki, eins og menn gerðu á mið-
öldunum, að bera dánarlíf heiðingjanna saman við ódauðleika
kristinna manna og Valhöll — með nauðsynlegum breytingum — sem
einskonar Paradís til að umbuna þeim, sem Óðni þótti vænt
um. Pegar farið er að rekja til sannheiðinna heimilda, er munur-
inn á hinni ljómandi Valhöll og hinni dimmu Hel furðanlega lítill.
Enginn sannheiðinn víkingur hlakkar til að deyja, en í hugsæis-
skáldskap miðaldanna verður annað uppi á teningnum; þá geta
menn látið Ragnar loðbrók kveða í ormagarðinum: