Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 64

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 64
64 flokkar, verða að lifa sérstakir, ef þeir eiga að geta haldið sínu >;sérstæði«. Önnur gr., er ég vildi nefna, er eftir séra Jón Bjarnason og heitir: »Lausn kirkjunnar á íslandi úr læðingi«; hún fjallar um frikirkju- hreyfinguna (eða »skilnaðarhreyfinguna« kirkjulegu) og fríkirkjumálið á íslandi, fyr og nú. Frjálshyggjumenn veraldlegir eru víðast hvar komnir til fullrar meðvitundar um, að ríki og kirkja eigi með engu móti að vera samanfjötruð, en mörgum þeim, er næst stæði að hafa opin augu fyrir þessum sannleika, meðal prestanna, virðist seint ætla að skiljast þetta. Þeir, er trúaðir þykjast og í raun og veru vilja vera það, án þess þó að geta felt sig við fríkirkjuhugmyndina, ættu að hafa gott af að lesa þessa hugvekju séra Jóns B. -—• Er höf reit grein sína, þar sem hann m. a. talar um hinar skýru skoðanir »minni hluta« kirkju- málanefndarinnar, hefir honum ekki verið kunnugt um, hversu voveif- legar endalyktir þær »skoðanir« fengu á þinginu síðasta sumar, er sjálfur »minni hl.« varpaði þeim fyrir ætternisstapa! G. Sv. ÁRSRIT RÆKTUNARFÉLAGS NORÐURLANDS 1906. Akur- eyri 1907. Pað er eins og manni létti um hjartaræturnar við sjón slíks rits sem þessa, þótt ekki sé það þykk bók, Það sýnir, að framkvæmdar- hugur og vinnudugur er þó til á íslandi, þótt sumt virðist seint ganga. Þetta merkilega félag (R. N.) hefir nú starfað í nokkur ár og verk þess er ekki lítið, bæði beinlínis og óbeinlínis, en eigi eru tök á að telja það hér og verður að vísa til ársrita fél., sem sýna ljóslega, að áhugi er fyrir hendi hjá frömuðum þess. Allir íslendingar ættu að láta sér umhugað um að hlynna að allri starfsemi til ræktunar landinu, er bygð er á innlendri atorku, því að það erum við (en ekki útlend- ingar), sem eigum að »græða sár« fóstru okkar. Þetta ársrit hefst með glöggu yfirliti yfir starf og þroska félagsins á þeim 4 árum, er liðin eru siðan er það var stofnað; skrifar það formaður félagsins, St. St. Þá er og fundargerð frá aðalfundi fél. í fyrra, skýrsla um tilraunir þess, leiðbeiningarferðir starfsmanna og verk- lega kenslu. Loks flytur ársritið lög félagsins; tekur 2. gr. þeirra fram, að tilgangur fél. sé að láta gera nauðsynlegar tilraunir til jarð- ræktar (á Nl.) og útbreiða meðal almennings þekkingu á öllu því, sem að jarðrækt lýtur og líkindi eru til, að komið geti að gagni. G. Sv. GRÓÐRARSTÖÐIN í REYKJAVÍK. Skýrsla um árið 1906 (sérprent. úr Bún.r.). Eftir Einar Helgason. I þessari skýrslu er sagt frá tilraunum við ræktun ýmissa mat- jurta og fóðurjurta, og margar góðar bendingar gefnar um aðferðina við ræktun hinna mismunandi tegunda m. m. G. Sv. TÍMARIT FYRIR KAUPFÉLÖG OG SAMVINNUFÉLÖG. I, 1 — 2. Ritstj. Sigurður Jónsson. Akureyri 1907. Það er fágætt á Islandi, að bændur haldi úti tímariti. Og upp með okkur megum við vera af þeim bónda, er færist það í fang að gerast ritstjóri (heima á bæ sínum í sveitinni) að tímariti um verzlun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.