Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 45
45
hefir verið greint, samsvaraði staða landsins þeirri táknun. Af
þeirri ástæðu er stofnsetningar einveldisins að eins lauslega getið
i grein minni, og ég mundi hafa getað alveg slept að minnast
nokkuð á hana, ef dr. Jón Stefánsson hefði ekki (í »Tilskueren«
febr. 1907) borið á borð fyrir danska lesendur hin óhæfilegu
ósannlindi herra Guðmundar Hannessonar um þennan viðburð.
9. (þjóð)fundurinn í Reykjavík 1851 var settur 5. Júli, fékk
22. s. m. tilkynning frá konungsfulltrúa Trampe greifa um að
honum yrði slitið 9. ágúst, og honum var heldur ekki slitið fyr
en þann dag. Það er því fundinum sjálfum að kenna og hans
eigin sök, er hann ekki lauk við stjórnarskipunarlögin á réttum
tíma. Að láta sér um munn fara, að loforð konungsbréfsins 23.
sept. 1848 hafi ekki verið efnt, af því að fundurinn 1851 af mót-
þróa eða þrjózku (Obstruktion eller Trods) vildi ekki ljúka við
stjórnarskipunarlögin á tilteknum tíma og innan þeirra takmarka,
sem honum var afskamtað vald til, eru ummæli, sem ekki verður
komist upp með að beita gegn jafn löghlýðinni og pólitiskt þrosk-
aðri þjóð, sem Danir eru, og sem alþingi líka fyrst kom fram
með eftir 8 ára umhugsun í hikandi orðum (i tvivlende Form).
Með því að hið nýútkomna rit herra Einars Hjörleifssonar »Dan-
mark og Island« (o: Frjálst sambandsland) er, að því er dr. Valtýr
Guðmundsson skýrir frá í »Dannebrog« (25/ií. 97), samið að til-
hlutun m. a. nokkurs hluta af stjórnarflokknum íslenzka og »það
hefir verið lesið yfir og haft eftirlit með því af völdum trúnaðar-
mönnum úr öllum þessum flokkum«, er þaö mjög leitt, að ritið
skuli alls ekki geta um bréf Trampes greifa 22. júlí, og lýsa
»fundarrofinu« 9. ágúst eins og einhverju óvæntu tiltæki.
10. Hr. S. G. gerir sig sekan í hugsunarvillu, er hann held-
ur, að nota beri íslenzkar hagfræðiskýrslur einar til að sýna, hvað
það hefir haft upp úr hinni pólitisku einangrun sinni. Til þess að
sýna, hver áhrif breytingin á afstöðu Islands til hinna annarra
ríkishluta hafi haft, verður að sjálfsögðu að nota hagfræðiskýrslur,
sem einnig ná til þessara annarra ríkishluta, eins og ég hefi gert.
Að lokum aðeins eitt enn. Úr því að herra S. G. talar hik-
laust um »skuld« Danmerkur við ísland, eins og það væri sann-
reynd, að Danmörk skuldaði íslandi nokkuð, ber þess að geta,
að skoðanir Islendinga sjálfra á því atriði bæði eru og hafa verið
mjög mismunandi. Nefndarálitið 1851 álítur, að ísland eigi ekki