Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 14
14
Kenningin um helvíti og kvalirnar þar magnaðist óðum, og varð
svo yfirtaks voðaleg, að svo mátti kalla, að andlegt líf Norðurálfunnar
lægi öldum saman agndofa undir fargi hennar. Djúphygginn þýzkur
guðfræðingur komst að þeirri niðurstöðu eftir nákvæma rannsókn, að
samtala allra drýsildjöfla væra 2, 665, 866, 746, 664(1) Skrá var og
samin (árið 1569) yfir nöfn 72 djöflahöfðingja með nákvæmri lýsingu
á öllu fyrirkomulagi í helvíti. Vér hlæjum nú að þessu. Þó er það
ekki lengra síðan en í fyrra (o: 1904), að bók kom út á Þýzkalandi
um sama efni. Er vér nú gerum oss grein fyrir, hve hugfangnir menn
hafa hlotið að verða af helvítisfræðunum, til þess að menn skyldu
skrifa þetta og trúa því, þá er auðsætt, að helvíti varð sýnu áhrifa-
sterkara ráð til að hræða menn inn í kirkjuna og inn undir andafarg
hennar, en himininn var til að hæna menn að sér.
Er menn voru vissir um, að sá, sem í einu eða öðru, hversu
óverulegt sem það var, hafði aðra trú en kirkjan kendi, hefði ekkert
undanfæri að lenda í klónum á þessum aragrúa vondra og máttugra
anda, og yrðu í helvíti að þola kvalir, sem eigi að eins tóku langt
fram öllum jarðneskum kvölum, en auk þess vöruðu án afláts um alla
eilífð, þá skilst mönnum það, að það varð að skoðast kærleiksverk, að
neyta allra hugsanlegra bragða til þess, að kúga menn til að aðhyllast
það, sem eitt gat bjargað þeim: trú kirkjunnar.
Þetta leiddi til þess, sem er versti skammarbletturinn í sögu
kristilegrar kirkju — til trúarofsóknanna. Eftir öðru spurði ekki kirkj-
an við upptöku og burtrekstur úr félagi sínu en trú og skoðunum. —
Fyrir illverk hafði hún fyrirgefning í stórum mæli. En af því má þá
líka ráða, hvernig fara hlaut persónulegu sannsögli ásamt kærleika
og virðingu fyrir sannleiksandanum, er skyldi vera undirstaða fyrir til-
beiðslu mannanna, og gera þá andlega frjálsa. Þar sem nú hinum
hræðilegustu ógnunum um kvalir í helvítis eldi eftir dauðann var
ósleitilega beitt, og til áréttingar og til þess að sjón yrði sögu ríkari,
að hinar þrælslegustu pyndingar voru viðhafðar í lifanda lífi (og ást-
vinirnir sluppu sennilega ekki betur), þá má nærri geta, að sannleik-
urinn í trúarjátning alls þorrans hafi ekki verið á marga fiska. Ekk-
ert líklegra en að þeir kysu heldur að afneita samvizku sinni og skyn-
semi, er þau hófu sín mótmæli. Eða þeir hafi leitast við að kæfa
sannleiksfýsnina jafnskjótt og hún tók að óspekjast. Vera má að
kirkjan hafi ekki að því skapi knúð fram hræsnina sem hún gersam-
lega drap sannleikshugmyndina og sannleiksástina hjá öllum þorra
manna, með því hún beinlínis gerði alla persónulega viðleitni til að leita
sannleikans syndsamlega(H)
En hér var þó ekki staðar numið. Það var blátt áfram ágætt að
viðhafa hin svonefndu »meinlausu svik«, til að vinna sálir fyrir kirkj-
una — fyrir Krist! Menn bjuggu til spádóma og kraftaverk. Heilagir
dórnar fundust, og þeir látnir gera kraftaverk. Hinn andstyggilegasti
rógburður var borinn út um þá, er kirkjunni sýndu mótþróa. Orsakir,
sem réttlættu þess háttar lygi, telja grískir kirkjufeður sjálfsvörn, misk-
unsemi, kappsemi í þarfir guðsríkis og því líkt. Hægðarleikur varð þá
að finna lyginni gilda afsökun. Vitaskuld kvað Ágústín áfellisdóm upp
yfir öllu þess kyns atferli. Þó fór það meir og meir i vöxt. Og í