Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 6
6 PÓR hefir fengið mjög skýra mynd, ekki aðeins sem hinn þrúðgi ás í trúsögnunum með gleðibragðinu, heldur og þýðing hans fyrir trúarlífið. Hann er verndargoð gegn öllu illu. I trúsögnun- um er hann sá, sem eyðir tröllum og jötnum, og í trúarlífinu heita menn á hann gegn sótt og hungri, og með hamarsmerki hans vígja menn sig frá vöggu til grafar, og setja það svo á sjálfa gröfina til verndar grafarhelginni. Hann verndar og þinghelgina, og þegar vikuskiftingin komst á, varð f’órsdagurinn hinn almenni þingdagur. Hér við bætist, að hann frá því að vera þrumuguð er orðinn veðurguð, og að á hann er heitið til afls, svo hann verður líka herguð garpa, sem hafa mætur á kröftum í köglum. Yfir öllu hans athæfi er ennfremur kátínu og lagsmenskubragur; hann er öflugur og hjálpsamur vinur og verndari mannkynsins. FREYR er getnaðarguð og frjósemi, er lætur kýr og kindur aukast og margfaldast; á hann er heitið við brúðkaup, og hann veitir frið og velsæld. I skáldalýsingum er hlýr yndisþokki yfir honum, sem annars kemur varla fyrir í lýsingum á norrænum karlverum: Freyr er beztr mey hann né grætir allra ballriða né manns konu, ása görðum í; ok leysir ór höptum hvern. En að menn ættu að snúa sér til Freys í miklum mannraunum eða lífshættum, virðist engum Norðurlandabúa hafa komið til hug- ar; og það sýnir glöggléga takmörkin fyrir mætti hans og veldi. ÓÐINN er herskapar guð og ráðspeki. Pó hann sé konung- ur guðanna og faðir ásanna, þá er hann þó frá sögunnar sjónar- miði þeirra yngstur. Dýrkun hans hafði á járnöldinni smámsam- an þokast norður á bóginn sunnan að. Hofdýrkun hans hafði ekki enn þá á víkingaöldinni náð verulega föstum fæti á vestur- strönd Noregs eða í nýlendunum þaðan. Af því hann frá upp- hafi hafði verið settur í samband við náttfaragný eða þjótanda í skógum og á heiðum, var hann orðinn dánargoð, sem hafði sálir þeirra, sem vóru að gefa upp andann, á brott með sér. I’að lá þá beint við að gera hann að drottinvaldi í himneskri Valhöll, og og jafnframt að þeim, er réði úrslitum 1 orustum. Og næsta skrefið var þá að gera hann að höfðingja goðanna. Því tignar- sæti hafði hann þegar náð hjá hinum fornu Germönum á dögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.