Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 19
19
Lúter var þó ekki lengra kominn en það, að hann eigi að eins trúði
að til var fjölkyngi og galdranornir, heldur vildi hann brenna þær
allar. Og hann, mikli barnavinurinn, réði til að barni væri drekt, til
að losa heimili þess við návist djöfulsins, því barnið væri getið af
djöflinum. Erasmus heldur uppi hlífiskildi fyrir hjátrúnni og Bódín,
sem af samtíð sinni var talinn »ce premier homme de la France« (fyrsti
maður á Frakklandi), sá er Hallam segir um, að að eins tveir menn
hafi verið hans jafnokar (að gáfum) Aristóteles og Machiavelli. Þessi
maður getur ekki fundið nægilega sterk orð til að áfella mótmælenda
lækni einn, Wier að nafni, fyrir það, að hann samdi ritgerð um
»djöflaglapsýnina«, af því hann var sannfærður um, að margir þess-
ara ólánsmanna væru vitstola, og vildi draga úr hinum skelfilegu þján-
ingum þeirra. Bódín segir, að læknir þessi »hafi gengið á hólm við
guð«. Hann hefði gert tilraun til að frelsa þá, sem heilög ritning og
kirkjan hefði brennimerkt, sem verstu glæpamenn. Hann hefði jafn-
vel verið svo ósvífinn að opinbera töfraformálana. Hver mætti nú án
hryllingar hugsa til framtíðar kristindómsins eftir svo skelfilegar aug-
lýsingar! Niðurstaðan sem Bódín kemst að, er einkennileg í mann-
úðarsögunni: »Það eina, sem menn geta gert, er að hefja á ný of-
sóknirnar með enn meira krafti«. — Og auðvitað fyrst og fremst hafa
hendur í hári þessa góða Wiers.
Með Bódín getur maður furðað sig á því, að kristindómurinn hafi
iifað af — ekki árás Wiers, heldur þann hjátrúarinnar og hjartaleysis
anda, sem lýsir sér í ritum Bódíns og margra fleiri, og játaður var í
allri samtíðinni.
Alt þetta hefir þó kristindómurinn lifað af. Enn hreinni og æðri
hefir hann komið í ljós, eftir því sem framför í vísindum hefir losað
mennina við ofstækisfullar trúarsetningar, sem þeir hafa útbúið, og rutt
veginn að hreinni og eðlilegri skilningi og tileinkun sannleiks og kær-
leiksandans, er Jesús einkennir sem sinn anda.
Yfirleitt getum vér ályktað svo, að óbundið frelsi til að rannsaka
alt á himni og á jörðu, andann og náttúruna, í stuttu máli alt, sem
yfirleitt getur vakið spursmál í sálu mannsins, hljóti að skapa sann-
leiksþrá og ryðja veginn fyrir anda umburðarlyndisins og um leið anda
kærleikans.
Skilyrðið fyrir hverjum rannsóknarárangri er svikalaus trú-
menska við sannleikann, trúmenska, sem ekki hræðist innri bar-
áttu né baráttu við valdhafana út á við. Trúmenska við sannleikann
í kærleika verður að standa sem heilög yfirskrift yfir rannsóknar-
verkinu.
Og einmitt af því að sannleikans er leitað, kemur af sjálfu sér
umburðarlyndið við aðra leitendur sannleikans, alstaðar þar sem
svarið verður ekki gefið með sannfærandi krafti.
Frá kristilegu sjónarmiði er lögmál náttúrunnar og lífsins fyrir-
skipað af guði. Lögmál guðs í náttúrunni og lífinu getur ekki verið
andstætt boðum hans í trúarbrögðunum. Fyrir því hlýtur, einmitt
frá kristilegu sjónarmiði, öll áreiðanleg vísindaleg rannsókn þess-
ara laga — auðvitað ekki allar fræðikenningar og ágizkunarkenningar
2’