Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 67

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 67
67 öndum en sú, er við höfum áður haft, sem þrátt fyrir ýmsa kosti hafði þann mikla galla, að ógerlegt var að læra af henni réttan framburð. Auk hinnar eiginlegu málfræði, lestrarkafla, orðasafns o. s. frv. er í bók J. O. einn kafli, sem nýstárlegur er í kenslubókum íslenzkum, en það er svonefndur hljóðritunarkafli o: málið skrifað með þeim táknum, er hljóðfræðingar nota til greiningar hinna ýmsu hljóða. En það tel ég einsætt, að leikmenn muni eigi geta notfært sér þann lærdóm, er í þessum kafla kann að felast, nema með aðstoð góðra kennara. Æf- ingunum og sögunum er vel skipað og orðasafnið er fullnægjandi, það sem það nær. G. Sv. BJARNI JÓNSSON: ANDATRÚ OG DULARÖFL. Alþýðufyrir- lestrar II—III. Rvík 1905. Það heyrði ég síðast til »andatrúarinnar« á íslandi, opinberlega, er alt ætlaði að komast í bál og brand í Reykjavík út af því, að meðlimir Bókmentafélagsins í Höfn andmæltu því, að tímarit félagsins yrði notað sem andatrúarmálgagn. Þá var það »hæst móðins« í ísl. blöðum, að láta »andasögur« sitja fyrir öllum öðrum málum; og andmælin, sem komu mátulega fram, vóru auðvitað ekki til orðin vegna þess, að »Skírnir« fór að ræða »dularfull fyrirbrigði*, heldur af hinu, að ritstj. lét tímaritið flytja »andatrúarhugvekju«, en neitaði að taka grein gegn andatrúnni! — Bæði »skírnir« og blöðin hafa nú setið á strák sínum síðan. Þessi litli bæklingur, sem hér er getið um, er nú heldur ekki nýr — frá 1905. En þó er vert að benda mönnum á hann. Þar er gerð ljós og skýr grein fyrir því, sem mörgum manni hefir hætt til að kalla »yfirnáttúrlegt« eður kyngikraft, en flestum er skiljanlegt, ef þeir beita heilbrigðri skynsemi. Bjarni frá Vogi er vel að sér um þessi efni, og styðst við fræga erlenda sálarfræðinga. Þeir sem eru hneigðir til »andlegra« hugleiðinga, ættu að eignast kverið. G. Sv. BJARNI SÆMUNDSSON: FISKIRANNSOKNIR 1905 OG 1906. (Sérpr. úr »Andvara«). Þcssar skýrslur Bj. Sæm. eru að vanda hinar fróðlegustu. Sum- arið 1905 var hann um tíma með rannsóknarskipinu »Thor«, eins og undanfarin ár, en 1906 var hann á íslenzkum botnvörpung »Coot«, og eru rannsóknir hans og athuganir á þeim tíma mjög eftirtektarverðar. — Má gera ráð fyrir, að allir þeir, er við fiskiveiðar og fiskimál fást, kynni sér ritgerðir Bjarna. G. Sv. INDRIÐI EINARSSON: I’JÓÐLEIKHÚS. (Sérpr. úr »Skírni« 1907). Leikritahöfundurinn okkar og leiklistavinurinn Indriði Einarsson hefur máls á því í þessari ritgerð, að landið reisi þjóðinni leikhús, 1' Reykjavík. sem fyrst verða má. Hann talar af sannfæringarinnar krafti fyrir málinu, sýnir fram á, að slíkt verði óhjákvæmilegt, ef við eigum að geta haldið áfram að kallast mentaþjóð, og hann semur ágrips- áætlun um kostnaðinn. 5!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.