Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 42
42 sambandi við áðurnefnda fölsun hans; henni get ég alveg gengið fram hjá, þar sem blaðið »Reykjavík« (nr. 77, 5. okt. o. s. frv.) hefir flutt nákvæma þýðingu af grein minni eins og hún leggur sig (nema að þar er slept innganginum og nokkrum mikilvægum tilvitnunum og á bls. 240, í 4. dálki, er þar röng dagsetning 21/4. 48 í staðinn fyrir 28/i. 48). Til þessarar þýðingar verð ég líka að vísa þeim lesendum, sem ekki hafa Gads Magasin við hönd- ina, að því er snertir önnur atriði, þar sem útdráttur herra S. G. er ófullnægjandi. Með því að herra S. G. hefir skipað mótbárum sínum niður í 10 greinar, þá ætla ég að svara þeim í sömu röð, nema að þess ber að geta, að 8. greinin er þar undan þegin, af þeirri ástæðu, sem ég þegar hefi til greint. 1. Með því að ganga á vald Hákoni konungi og örfum hans samkvæmt norskum lögum gengu ísletidingar á vald Noregskon- ungi sem slíkum og pd að sjdlfsögðu hinu norska ríkisvaldi, sem þá var ódreift í höndum konungsins eins; eftir að stofnsett hafði verið norskt ríkisráð, laut ísland þessu sameinaða norska ríki.s- valdi, og að mönnum var þetta ljóst á Islandi, má meðal annars sjá af skjali alþingis 1319, er það sneri sér til ríkisráðsins norska (Jón Sigurðssoti: »Om Islands statsretlige Forhold« bls. 23, sbr. Ný félagsr. XVI, 24). 2. Herra S. ■ G. álítur, að skattgjaldið hafi ekki gert Island að lýðlendu, er væri háð Noregi, »því konungur gat einnig hag- tært sköttunum til Islands þarfa, ef hann svo vildi.« Já, ef hann (síðar meir hann og ríkisráðið) svo vildi; en einmitt það, að norska ríkisvaldið gat varið því fé, er kom frá Islandi, alveg eftir geðþótta sínum, sýnir glögglega, hvernig uppgjöfinni var varið, enda hafði hinn norski sendimaður konungs, Hallvarður gullskór, sagt Islendingum þetta fyrir fram og engar dulur á það dregið. Að Jón Sigurðsson í riti sínu gegn prófessor J. E. Larsen líkir þessu gjaldi, sem Island átti að greiða sem skattland Noregs, við það fé, sem sjálfstæð ríki nú á dögum leggja á konungsborð, má líklega telja meðal þess, er hann hefir flaskað allramest á (»er vel nok en af Sigurdsens allerstörste Blottelser«). 3—4. Að löggjafarvald alþingis er ekki nefnt á nafn í upp- gjafarskjalinu, er ómótmælanlegt; og að þessi sannreynd er mikil- væg, er jafnvíst og hitt, að skjalið er i heild sinni stílfært með miklu aðgáti af semjandanum, sem Jón Sigurðsson (Dipl. Isl. I,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.